Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 55
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR
fræðimannastörf. Weimar er útgáfu-
stöð klassískra þýzkra bókmennta.
Þar er m. a. unnið nú að nýrri heild-
arútgáfu á ritum Goethes og Schillers
og þar er miðstöð hinnar nýju út-
gáfu á ritum Heines, fyrstu útgáf-
unni, sem gerir lífsverki hans vís-
indaleg skil. Enga menn hef ég öf-
undað eins mikið og hina ungu
fræðimenn, sem ég kynntist í Weim-
ar, og áttu alla ævina eftir til þess að
vinna að útgáfum hinna miklu and-
ans meistara Þýzkalands. Þeir voru
komnir hingað til Weimar úr austri
og vestri, og hér sögðust þeir eiga
eftir að bera beinin.
A sunnudagskvöldið 7. október
voru flestir menn Heineráðstefnunn-
ar komnir, og við hristum okkur
saman yfir bjór, sem var svo dásam-
legur, að maður geymir bragð hans
í munninum til æviloka. Ég settist
við borð hjá tveimur vesturþýzkum
prófessorum frá Hamborg, próf.
Wolfheimer og próf. Vontin, og
ungri stúlku er lagði stund á bók-
menntir við Hamborgarháskóla. Mér
leizt ljómandi vel á þessa ungu
hnátu, en hún vakti aðallega eftirtekt
mína með því, að hún skipti jafnan
um hárgreiðslu á hverju kvöldi. Um
daga var hár hennar fest í hnút, en á
kvöldin var hún með slegið hár og
lét það falla fram á vinstra brjóstið.
Það er ekki af hégómaskap, að ég
segi það, en mér var veitt töluverð
athygli á þessari ráðstefnu, auðvitað
ekki sjálfs mín vegna, heldur vegna
þess, að ég var íslendingur. Þá varð
ég í fyrsta skipti stoltur af Alþingi
íslands. Úr vestri og austri var ég
spurður, hvernig í ósköpunum á því
stæði, að íslendingar hefðu þor til
að senda ameríska herinn úr landi.
Ég minnist þess ekki að ég hafi verið
öfundaður fyrr af stórþjóðamönnum.
Það var gaman að vera íslend-
ingur í Weimar. Og ekki minnkaði
virðing mín við það er ég dró upp
úr tösku minni ljóð Jónasar Hall-
grímssonar og sýndi mönnum Heine-
þýðingar hans, ortar á elzta bragar-
hætti norrænnar tungu. Þeir ætluðu
varla að trúa sínum eigin augum, en
ég minnti þá á, að þegar stórþjóðir
Evrópu hefðu ekki getað mælt við
drottin sinn nema á munkalatínu,
hefðu íslendingar ort Hávamál og
Sólarljóð. Já, það var gaman að vera
íslendingur í Weimar.
Þegar ég lít yfir gildaskálann sé ég
menn frá mörgum þjóðum veraldar:
hnellna Kínverja, horaðan japanskan
prófessor og Heineþýðanda, ljótan
og gáfulegan Englending, próf. Wil-
liam Rose, einhvern fjölvísasta
Heinerannsóknara vorra daga. Hann
varð frægur á þessari ráðstefnu fyrir
það, að hann gekk af einni bók-
menntalegri þjóðsögu dauðri: sög-
unni um það, að Heine hefði verið
ástfanginn af Therese Heine frænku
sinni og hefði ort til hennar ljóð
Heimjararinnar. Ég hef aldrei verið
133