Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 58
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mennasta ríki Evrópu vestan Rúss- lands, vildi hún heiðra minningu skálds síns með því að reisa honum myndastyttu. En þrátt fyrir veldi sitt gat hún hvergi fundið lófastóran blett í Dónárríkinu til þess að reisa mynd af skáldi sínu. En á eyjunni Korfú í Adríahafi átti keisarafrúin búgarð, sem hún réð ein. Þar lét hún setja upp styttu af Heine, og liðu svo stundir fram. Dag einn var Elisabet myrt af ítölskum anarkista, en af ein- hverjum orsökum komst Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari yfir húgarð keisarafrúarinnar. Þessi mikli Ger- mani gat auðvitað ekki þolað það, að Júði og föðurlandssvikari væri mönnum til augnayndis í garði hans, og hann varð því alls hugar feginn, er nokkrir menn frá Hamborg buð- ust til að taka myndastyttu skáldsins í sínar vörzlur. Var styttan þá flutt til Hamborgar. Það var ætlun þessara Hamborg- ara að koma styttunni fyrir við fjöl- förnustu götu Hamborgar, en öld- ungaráð hinnar miklu hafnarborgar tók þvert fyrir það. En þá vildi svo vel til, að maður einn átti einkalóð við þessa götu og gaf hana undir styttuna. Og nú gnæfði Heine í reisn mikilli við götu þeirrar borgar, sem var hin fagra vagga æskuástar hans og sorgar. En dag einn vöknuðu Hamborgar- ar við vondan draum: myndastytta Heines hafði verið máluð rauð með miður kurteislegum áletrunum, auk þess sem hinir sannþýzku spellvirkj- ar höfðu gengið örna sinna við fót- stall skáldsins. Var þá það ráð tekið að koma styttunni fyrir í opinberum lystigarði í Hamborg, ekki alltof fjölförnum, en til þess að afstýra spellvirkjum voru gerðar grindur utan um skáldið. Og svo liðu tímar fram. Nazistar komast til valda í Þýzkalandi, og allir vissu, hver örlög mundu bíða styttu skáldsins. Þá réð- ust nokkrir unnendur Heines í það að lauma styttunni til Frakklands, og í smábæ einum á Suður-Frakklandi fé'kk þessi landflótta myndastvtta loks hæli og í lystigarði þessa bæjar stendur Heinrich Heine og hlustar á hjal franskra barna. Hamborg hefur nú krafizt þess að fá styttuna aftur, en Frakkar vilja ekki sleppa henni, og er þetta nú komið í mál. — Já, hvað er skáldlegt hugarflug í samanburði við veruleikann? Landflótta var Heine bæði í lífi og dauða. Og því miður virðist hann enn vera landflótta í ættlandi sínu. Það verður að segja sannleikann eins og hann er: Heine er ekki ást- sæll meðal Þjóðverja, hvorki í vestri né austri. Prófessor Wolfheimer drap á þetta atriði og reyndi að útskýra það bókmenntalega: Heine hefði ekki orkað á þýzka Ijóðlist síðustu áratuga vegna þess að liann væri ekki nógu nýtízkulegur. Um kvöldið gekk ég til próf. Wolfheimers með 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.