Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 59
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR Jónas minn og sýndi honum Heine á íslenzkum ljóðahætti, elzta bragar- hætti norrænnar tungu. Ég sagði honum, að Ijóðaform Heines skipti ekki meginmáli, að minnsta kosti nytu íslendingar listar hans á öllum bragarháttum, fornum og nýjum. Astleysi Heines í Þýzkalandi verður ekki útskýrt bókmenntalega: pólitísk- ar ástæður valda mestu um það, að Heine er ekki þjóðskáld Þýzkalands. Hann þekkti sína kæru landa of vel, hann kom svo við kvikuna í þeim, að þeir geta aldrei fyrirgefið honum það. í Austur-Þýzkalandi er hafinn mikill áróður fyrir því að innlima hið landflótta skáld aftur í þýzkar bókmenntir og þýzka þjóðarvitund. Þess er mikil þörf. Ritari Heine- nefndarinnar, 26 ára gömul kona og bókmenntafræðingur, sagði mér, að hún hefði ekki heyrt Heine nefndan fyrr en hún var orðin 18 ára. Svo landflótta var hið mikla skáld í vit- und þýzku þjóðarinnar. En eitt hið þýzkasta skáld sem uppi hefur verið varð eign heimsins. Aldrei mun ég gleyma því er hinir útlendu vísinda- menn á ráðstefnunni gengu fram og vitnuÖu um áhrif Heines á heima- lönd sín. Pólverjinn, Tékkinn, Ung- verjinn, Rússinn, Kínverjinn og Jap- aninn töluðu allir sömu tungu, er þeir þökkuðu honum hlut hans í bar- áttu þjóða sinna fyrir andlegu og fé- lagslegu frelsi. Fulltrúar ráðstefn- unnar, úr vestri og austri, höfðu sína sögu að segja um það, hvernig hann hefði komið þjóðum þeirra til nokk- urs þroska í bókmenntalegum og andlegum efnum. Hér hyllti allur heimurinn hið landflótta þýzka skáld. Og til frekari staðfestingar á ógoldinni þakkarskuld heimsins til Heines, samþykkti ráðstefnan að hefja vísindalega útgáfu á ritum hans, vísindamenn úr Vestur- og Austur-Þýzkalandi hétu því að vinna sameiginlega að útgáfunni, en mið- stöð hennar skyldi vera í Weimar. En Þjóðverjar munu ekki einir vinna að þessari útgáfu: handrit Heines eru dreifð víðsvegar um heiminn og verkið verður ekki unniö nema með alþjóðlegri samvinnu vísindamanna um allar jarðir. Þessi nýja útgáfa Heine-rita verður hið vandasamasta verk, m. a. vegna þess, að hann var alla ævi háður strangri ritvörzlu. Sjálfur breytti hann í fyrsta lagi handritum sínum af ótta við útgáfu- bann í Þýzkalandi, þá krotaði útgef- andi hans í handrit hans, og loks komu hinir opinberu ritvörzlumenn Þýzkalands til skjalanna með fjöður- staf og skæri og klipptu og krössuðu, hver eftir sínu innræti og ábyrgðar- tilfinningu. Eftir nokkur ár má því búast við, að Heine komi fram í upp- runalegri mynd með öllum þeim textamun, sem er á hinum mörgu út- gáfum hans og handritum. Það er ekki seinna vænna, að heimurinn reisi Heine þennan minnisvarða. En 137
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.