Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Blaðsíða 59
TIL FUNDAR VIÐ HEINE I WEIMAR
Jónas minn og sýndi honum Heine á
íslenzkum ljóðahætti, elzta bragar-
hætti norrænnar tungu. Ég sagði
honum, að Ijóðaform Heines skipti
ekki meginmáli, að minnsta kosti
nytu íslendingar listar hans á öllum
bragarháttum, fornum og nýjum.
Astleysi Heines í Þýzkalandi verður
ekki útskýrt bókmenntalega: pólitísk-
ar ástæður valda mestu um það, að
Heine er ekki þjóðskáld Þýzkalands.
Hann þekkti sína kæru landa of vel,
hann kom svo við kvikuna í þeim, að
þeir geta aldrei fyrirgefið honum
það. í Austur-Þýzkalandi er hafinn
mikill áróður fyrir því að innlima
hið landflótta skáld aftur í þýzkar
bókmenntir og þýzka þjóðarvitund.
Þess er mikil þörf. Ritari Heine-
nefndarinnar, 26 ára gömul kona og
bókmenntafræðingur, sagði mér, að
hún hefði ekki heyrt Heine nefndan
fyrr en hún var orðin 18 ára. Svo
landflótta var hið mikla skáld í vit-
und þýzku þjóðarinnar. En eitt hið
þýzkasta skáld sem uppi hefur verið
varð eign heimsins. Aldrei mun ég
gleyma því er hinir útlendu vísinda-
menn á ráðstefnunni gengu fram og
vitnuÖu um áhrif Heines á heima-
lönd sín. Pólverjinn, Tékkinn, Ung-
verjinn, Rússinn, Kínverjinn og Jap-
aninn töluðu allir sömu tungu, er
þeir þökkuðu honum hlut hans í bar-
áttu þjóða sinna fyrir andlegu og fé-
lagslegu frelsi. Fulltrúar ráðstefn-
unnar, úr vestri og austri, höfðu sína
sögu að segja um það, hvernig hann
hefði komið þjóðum þeirra til nokk-
urs þroska í bókmenntalegum og
andlegum efnum. Hér hyllti allur
heimurinn hið landflótta þýzka
skáld. Og til frekari staðfestingar á
ógoldinni þakkarskuld heimsins til
Heines, samþykkti ráðstefnan að
hefja vísindalega útgáfu á ritum
hans, vísindamenn úr Vestur- og
Austur-Þýzkalandi hétu því að vinna
sameiginlega að útgáfunni, en mið-
stöð hennar skyldi vera í Weimar.
En Þjóðverjar munu ekki einir vinna
að þessari útgáfu: handrit Heines
eru dreifð víðsvegar um heiminn og
verkið verður ekki unniö nema með
alþjóðlegri samvinnu vísindamanna
um allar jarðir. Þessi nýja útgáfa
Heine-rita verður hið vandasamasta
verk, m. a. vegna þess, að hann var
alla ævi háður strangri ritvörzlu.
Sjálfur breytti hann í fyrsta lagi
handritum sínum af ótta við útgáfu-
bann í Þýzkalandi, þá krotaði útgef-
andi hans í handrit hans, og loks
komu hinir opinberu ritvörzlumenn
Þýzkalands til skjalanna með fjöður-
staf og skæri og klipptu og krössuðu,
hver eftir sínu innræti og ábyrgðar-
tilfinningu. Eftir nokkur ár má því
búast við, að Heine komi fram í upp-
runalegri mynd með öllum þeim
textamun, sem er á hinum mörgu út-
gáfum hans og handritum. Það er
ekki seinna vænna, að heimurinn
reisi Heine þennan minnisvarða. En
137