Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 63
TIL FUNDAR VIÐ IIEINE I WEIMAR
drap hann með eigin hendi 20 fanga
á skrifstofu sinni. Að því búnu lagði
hann á flótta í vesturátt og nú er
hann á 10 þúsund marka eftirlaun-
um í Vestur-Þýzkalandi.
Við göngum út á sólbjartan völl-
inn. Gaddavírinn á veggjum fanga-
búðanna glitrar í sólskininu, í vestur-
átt blunda skógar í blárri móðu. En
innan girðinganna er aðeins eitt tré,
bolmikil, hávaxin eik í laufi. Mér
varð starsýnt á þetta tré sem stóð
þarna svo hnarreist og einbúalegt.
Þetta tré ber nafn Goethes — Goethe-
eikin heitir það. Hingað gekk skáld-
ið þegar það vildi fara eitt saman og
flýja gæsagarg og hænsnahljóð hirð-
arinnar í Weimar. Hér sat hann og
horfði stórum alsjáandi augum yfir
skóginn í vestri. Og að þessu tré
drógust fangarnir í Buchenwald,
menn frá öllum þjóðum Evrópu, og
seildust til að hvíslast á undir þess-
um hlyn, sem var þögult vitni að
vansæmd Þýzkalands, að niðurlæg-
ingu mannsins. Þúsundir dæmdra
manna gengu þreyttum fótum fram
hjá þessu tré, mörgum sendi það
seinustu kveðju og hinztu huggun,
öðrum veitti það endurborna trú á
lífið og þrek til að þola þjáning, sem
flestum má virðast ofurefli. Engum
nema nazistum er gefin sú tegund
gamansemi að reisa tugþúsundum
manna píningarstað utan um eik
Goethes. En þeir gáðu þess ekki, að
hið aldna tré varð píslarvottunum
tákn mannlyndis og mannhelgi, tákn
þess Þýzkalands, er mannkynið allt
telur sér til sameignar.
Á ferð um Austur-Þýzkaland
Um það er leið að lokum Heine-
ráðstefnunnar var mér sagt að ég
mundi eiga kost á að ferðast um
Þýzka alþýðulýðveldið um rúmlega
tíu daga skeið, ef ég vildi þiggja. Ég
gat ekki staðizt svo gott boð. Mér
lék bugur á að kynnast yfirbragði
þess vestlægasta lands, er lifir við
sósíalíska þjóðfélagshætti í Evrópu.
Ég hafði lesið margt um þetta land
í vestrænum blöðum, og fátt gott, er-
lendir blaðamenn höfðu fjargviðrazt
mjög um það, hve allt væri þar rytj-
ungslegt, fólkið tötralega klætt, búð-
irnar snauðar — það væri þá ein-
hver munur á „efnahagskraftaverk-
inu“ í Vestur-Þýzkalandi! Eg hafði
hálft í hvoru trúað þessu, ég kannað-
ist við marga þessara blaðamanna
frá fornu fari, hafði reynt þá glögga
athugendur í mörgum greinum og
bjóst við að þeir mundu ekki halla
réttu máli um skör fram. Þegar ég
hóf ferð mína um Austur-Þýzkaland
þá fór því fjarri, að ég hafi gert mér
sérlega bjartar vonir um það sem ég
mundi sjá eða heyra.
Hinn 14. október sleppti Heine-
nefndin af mér hendinni, en við mér
tók félag eitt, er sér um menningar-
tengsl þýzka alþýðulýðveldisins við
útlönd — Gesellschajt jiir kulturelle
141