Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 68
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sundurlimun Þýzkalands Það hefur löngum verið sú árátta á sögu Þýzkalands, að þjóðin var tvístruð í mörg ríki og varð ekki sameinuð fyrr en á seinni hluta 19. aldar, þá jafnvel fremur losaralega. Eftir seinustu heimsstyrjöld var landið limað sundur enn á ný, og nú er það að verða eitt viðurhlutamesta vandamál nútímans, hvernig Þýzka- land verði sameinað aftur. Þetta vandamál er því erfiðara viðfangs, að % hlutar Berlínar heyra undir Vestur-Þýzkaland, og samskipti borgarhlutanna eru svo flókin, að það stappar nærri löngu háskólanámi að henda reiður á þeim. Það var ekki fyrr en ég kom aftur til Berlín- ar, að ég skildi hvers vegna maður varð að hafa passa í Austur-Berlín til þess að fá sér bjórkollu eða kaupa smáhlut í búð. Skiptagildi austur- marksins í Vestur-Berlín er svo fár- ánlegt, að greiða verður rúmlega fjögur austurmörk fyrir hvert vestur- mark. Hver sá sem verzlað hefur í báðum borgarhlutum Berlínar kemst brátt að raun um, að slík gjaldeyris- verzlun nær ekki nokkurri átt, enda hafa ibúar Vestur-Berlínar notað sér þetta og þyrpzt í hópum til Austur- Berlínar og keypt þar vörur og skemmt sér fyrir lítinn pening. Ef ekki átti að éta Austur-Berlín út á húsgang var ekki annars kostur en að láta menn sýna passa, er gilda fyrir þegna alþýðulýðveldisins, þeg- ar verzlað er eða þjónusta greidd. En það er eingöngu í Austur-Berlín, að hafður er á þessi háttur, allsstaðar í Austur-Þýzkalandi utan Berlínar fer verzlun fram passalaust. í dagfarslegu lífi manna í Þýzka alþýðulýðveldinu verður ekki sér- staklega vart við hina pólitísku og efnahagslegu sundurlimun Þýzka- lands, nema í Berlín. En sundurlim- unin liggur eins og dulinn sársauki í brjósti hvers Þjóðverja. Hinar efna- hagslegu og menningarlegu hömlur, sem sundurlimunin veldur, eru ákaf- lega meinlegar, en hitt skiptir þó meiru máli, að farið er að bera á ótta og kvíða vegna þess, að Vestur- Þýzkaland er að hertygjast og for- ráðamenn þess fara ekki dult með það, að þeir muni ætla sér að leysa sameiningarvandamálið með vopna- valdi. Slík valdbeiting mundi ekki aðeins stofna til borgarastyrjaldar í Þýzkalandi, heldur til heimsófriðar. En hvað sem því líður, þá verður þetta mikla þjóðarvandamál Þýzka- lands ekki leyst nema með sáttfýsi og tilhliðrunarsemi þýzkra valdamanna beggja megin landamæranna og póli- tískri handlagni og lipurð stórvelda þeirra, sem gengu frá friðarsamning- unum í Potsdam 1945. Að öðrum kosti er allra veðra von. Þessa daga sem ég dvaldi í Þýzka alþýðulýðveldinu reyndi ég að kynna mér hag háskólaborgaranna. Það er sýnilega dekrað meir við stúdenta í 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.