Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 78
GEORGES SADOUL
„BerjizL fyrir frelsi44
Einn frægasti kvikmyndasérfræð'ingur sem nú er uppi er Frakkinn Georges
Sadoul, prófessor við Svartaskóla. Hann er áhrifamikill kvikmyndagagnrýn-
andi og hefur einnig skrifað bækur um sögu kvikmyndalistarinnar og ýmsa
þætti hennar. Ein þeirra fjallar um Charles Chaplín; Vie de Charlot, París
1952. Tímaritið mun birta tvo lokakafla þeirrar bókar; fjalla þeir um
myndirnar Nútímann, Monsieur Verdoux og Sviðljós og þá atburði sem
þeim eru tengdir. Fyrri kaflinn fer hér á eftir.
að var sumarið 1935 að Chaplín bauð
blaðamönnum í vinnustofu sína við La
Brea Avenue í fyrsta skipti í mörg ár. Hann
sagði þeim nafnið á „fimmtu myndinni",
sem hann hafði unnið að í þrjú ár. í
bandarískum blöðum gat á að líta:
Það er eins og að hverja tíu ár aftur í
sögu kvikmyndanna að sjá Chaplín setja
„Nútímann“ á svið. Vinnustofa hans er
furðu ólík hljómmyndaverunum í Holly-
wood, þar sem þögnin drottnar. Við La
Brea Avenue er síðasta vinnustofa í heimi,
þar sem heyra má skarkala meðan verið er
að taka mynd. Þar er Chaplín að setja á
svið síðustu þöglu myndina í heimi, í ótrú-
legustu ringulreið, og beitir vinnubrögðum
sem allir aðrir hafa hafnað fyrir löngu.
Slík kynning hljómaði eins og líkræða
í Bandaríkjunum. Ungu blaðamennimir
furðuðu sig einnig mjög á húsunum sem
Chaplín bauð þeim inn í. í Hollywood vom
vinnustofur stóru kvikmyndafélaganna risa-
vaxnar; sannkölluð kvikmyndaver. En
handiðnaðarmaðurinn Chaplín hafðist við
í nokkrum smáhýsum og skálum alveg eins
og 15 ámm áður. Þessi hús báru næsta
enskan svip og voru ekki ýkja frábrugðin
bernskuheimilinu við Kennington Road. í
augum bandarísku blaðamannanna vom
þau fáránleg og úrelt.
Næstu 2—3 árin á undan hafði varla ver-
ið minnzt á Chaplín í Bandaríkjunum.
Sögusagnimar um hjúskap hans og Paul-
ettu Goddards (sem lengi var haldið leyni-
legum) fengu ekki einu sinni rúm á for-
síðum blaðanna nema endmm og eins.
Fjandmenn hans höfðu af því tilefni rétt
einu sinni lýst honum sem lostasegg er væri
gírugur í ungt hold, en áróðursherferð
þeirra hafði ekki snortið hugi manna.
Chaplín var þá 45 ára og kona hans 22.
Leikkonan unga úr Nútímanum fæddist í
Brooklyn, en þaS er mjög alþýSlegt hveríi í
New York. Hún hafSi ung vakiS athygli í
leikhúsum og undirritaSi síSan veigalítinn
samning viS Hollywood, og þar kynntist hún
Chaplín skömmu síSar. Þau voru hamingju-
söm, og hamingja þeirra var ekki söguleg.
Chaplín og þriSja konan hans héldu sig
heima eSa á vinnustofunum, önnum kafin
viS störf.
156