Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 79
„BERJIZT FYRIR FRELSl“ Chaplín virtist nú leggja allt kapp a að láta bandariskan almenning gleyma sér. Síðustu tíu árin höfðu menn sagt um hann: Aðrir leikarar hafa „press-agents" (blaða- julltrúa) til að stunda áróður fyrir sig. Chaplín hefur „suppress-agent“ (fulltrúa til að kœfa fréttir) til að koma í veg fyrir að nafn hans komist í blöðin. Samt símuðu fréttaritarar stórblaðanna út um allan heim frá New York 5. febrúar 1935: Lögreglan stóð í ströngu við að halda op- inni leið að dyrum Rivoli-kvikmyndahúss- ins, er þúsundir forvitinna manna hópuðust saman á Broadway. Menn vildu fá að sjá frœgt fólk á leið til frumsýningar á „Nú- tímanum“, nýjustu kvikmynd Chaplíns. M. a. gat að líta feðgana Douglas Fair- banks, Gloríu Swanson, Ginger Rogers og Edward G. Robinson. Yfirleitt kvarta gagnrýnendur undan f>vi að þessi nýja mynd sé ekki nógu heilsteypt. Þeir telja ýmis atriði myndarinnar athyglis- verð og vel gerð en atburðarásina losaralega og tilviljunarkennda. Á henni sé raunar hvorki upphaf, endir né miðja. Sumir halda því fram að Chaplín hafi œtlað að gera úr- val úr fyrri.afrekum og þessvegna sperrzt við að endurtaka ýmsa atburði úr gömlum „Charlie-myndum“. Allur almenningur skemmtir sér þegar hann kemur auga á hi •> gamalkunna Chaplín, sem skeytti hvorki um háfleyga sálfrœði né þóttist vera heim- spekingur eða umbótamaður í þjóðfélags- málum. En hinn gamalkunni Charlie birtist í ger- samlega nýju hlutverki í Nútímanum. Hann var verkamaður í stóru iðjuveri. Chaplín kynnti sjálfur myndina sem „söguna um iðnaðinn, framtak einstaklingsins og mann- tnn í leit að lífshamingju". í iðjuverinu mikla er allt vélvætt, og for- stjórinn notar sjónvarp til að vera hvarvetna sýnilegur og nálægur. Verkamennimir fara til vinnu sinnar eins og sauðir til slátrunar. Stundum er Chaplín annars hugar og kem- ur öllu á ringulreið við færibandið, en þar er það verkefni hans að herða sömu róna endalaust. Þegar forstjórinn hefur séð hvernig möt- unarvélin bregzt gersamlega mælir hann svo fyrir að hraðinn skuli aukinn. Tilbreyt- ingarleysið og hamagangurinn við færi- bandið svipta Chaplín ráði og rænu. Hann dansar eins og skógarguð, hann ímyndar sér að hnappar á kventreyju séu rær, og hann dælir smurolíu yfir verkstjórann, lög- regluþjónana og hjúkrunarmennina. Hann er lokaður inni á geðveikrahæli. Þaðan kemur hann aftur heilbrigður, en atvinnu- laus. Sem hann reikar um á götunum tekur hann upp rauðan klút sem dottið hefur af vörubíl. Fyrir aftan hann birtist kröfu- ganga. Lögreglan ákærir hann fyrir að vera forsprakki göngunnar og tekur hann fastan. Hann er settur í fangelsi sem minnir hann á gömlu verksmiðjuna en er öllu vistlegra. Eftir að honum er sleppt fær hann vinnu á skipasmíðastöð, þar sem hann hleypir hálf- gerðu skipi af stokkunum og sökkvir því. Aftur er Chaplín atvinnulaus og lætur taka sig fastan til þess að fá mat og húsa- skjól í fangelsinu. Hann er settur upp í lögreglubíl og hittir þar unga stúlku (Pau- lettu Goddard), eins konar eldri systur Gav- roche þeirrar sem Victor Hugo lýsir, en hún hefur verið handtekin fyrir að stela brauði til matar sér. Hann fellir hug til hennar, og þeim tekst að flýja saman úr lögreglubíln- um. Síðan setjast þau að í skúrgarmi niðri við ströndina. Hann fær atvinnu sem næturvörður í stór- verzlun. Þar skemmtir hann vinkonu sinni með æfintýralegum dansi á hjólaskautum. Enn er hann settur í fangelsi, talinn vera 157
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.