Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
franileiðendur voru þægir og höfðust ekki
að. Á árunum frá 1939 til 1941 voru varla
gerðar tuttugu myndir í Bandaríkjunum,
sem snertu átökin í Evrópu, þótt þær séu
með taldar sem notuðu fyrri heimsstyrjöld-
ina sem krókaleið.
Það var Chaplín einn sem dirfðist að ráð-
ast á Hitler umbúðalaust í kvikmynd, á
sama tíma og Dies-nefndin ákærði Shirley
litlu Temple fyrir að vera hættulegur „rauð-
liði“, þegar loftárásir þýzka flughersins
virtust mundu jafna Lundúni við jörðu og
þegar daglega var búizt við þýzkri innrás
í Stórabretland. Einrœðisherrann var frum-
sýndur í New York 15. október. Upphafs-
orðin voru stæling á kunnum Hollywood-
fyrirvara: sé eitthvað líkt með gyðinga-rak-
aranum og einræðisherranum Hynkel staf-
ar það af einni saman tilviljun. Myndin
hófst á nokkrum atriðum úr heimsstyrjöld-
inni fyrri, og voru þau af ráðnum hug snið-
in eftir myndinni Axlið vopnin. Gyðinga-
rakarinn hefur barizt eins og hetja, særzt
alvarlega og misst minnið að fullu. Ilann
vistast lengi á sjúkrahúsi. Þegar hann hef-
ur loks fengið minnið aftur, er land hans
komið í klærnar á einræðisherranum Ade-
noid Hynkel. Rakarinn finnur gömlu vinnu-
stofuna sína í gyðingahverfinu og verður
ástfanginn af ungri munaðarlausri stúlku,
Hönnu (Pauletta Goddard). Dag nokkurn
hljómar tryllt rödd Hynkels einræðisherra í
hátölurunum. Ilann er hamstola út af því
að hafa ekki náð í fjármuni auðmanna af
gyðingaættum og ákveður að senda storm-
sveitir sínar til árása á fátækrahverfi gyð-
inga. Hanna og rakarinn flýja undan ofbeld-
inu. Rakarastofa hans er brennd til ösku.
Flóttamennirnir hitta gamlan stríðsfélaga
hans, andstæðing Hynkels, sem er að undir-
húa samsæri gegn valdstjórninni. Hönnu
tekst að komast undan til nágrannalands.
Rakarinn er tekinn fastur ásamt andnazist-
anum, vini sínum, og þeir eru fluttir í
þrælabúðir. Á meðan situr Hynkel í hinu
foráttumikla stjórnarráði sínu og býr sig
fyrst um sinn undir innrás í nágrannaland-
ið en lætur sig dreyma um að leggja undir
sig heiminn. Ilann vill fá samþykki til inn-
rásarinnar hjá öðrum einræðisherra, Napa-
lóni (Jack Oakie), og býður honum í opin-
bera heimsókn. Eftir nokkur fáránleg fyrir-
bæri verða einræðisherrarnir ósáttir og
lenda í áflogum.
Rakarinn og vinur hans hafa klætt sig í
einkennisbúninga, sem þeir áttu að gera
við í saumastofu búðanna, og flýja. Ilynkel
er á andaveiðum í nágrenninu. Af mistök-
um er foringjanum stungið inn í þrælabúð-
irnar en gyðinga-rakarinn tekur að sér
hlutverk hans. Skömmu fyrir innrás þá, sem
áformuð er, á Hynkel að halda mikla ræðu.
Það er Chaplín sem flytur ræðuna af palli
sem á er letrað geysistórum stöfum orðið
FRELSI. Þar lýkur myndinni á innilegu
ákalíi til mannanna. Frá tæknilegu sjónar-
miði er þessi ræða einstakt afrek, því Chap-
lín er einn á tjaldinu í hvorki meira né
minna en sex mínútur. Ræðan er lykill að
Einrœðisherranum og viðhorfum höfundar-
ins um þær mundir:
„Því miður, mig langar ekki til að vera
keisari — það er ekki mitt verksvið. Mig
langar ekki til að stjórna eða sigra neinn.
Eg vildi hjálpa öllum ef ég gæti ■— gyðing-
nm og kristnum, svörtum og hvítum.
Við ættum öll að hjálpa hvert öðru;
þannig er fólk. Við viljum lifa af hamingju
hvers annars, ekki af ógæfu annarra. Við
viljum ekki hata og fyrirlíta hvert annað.
I þessunt heimi er rúm fyrir alla, blessuð
jörðin er auðug og getur séð fyrir öllum.
Lífið gæti verið frjálst og fagurt.
En við höfum villzt. Ágirndin hefur eitr-
að sálir mannanna, hefur hlaðið götuvígi
hatursins um heintinn. Hún hefur leitt okk-
ur taktföstum skrefum út í eymd og blóðs-
164