Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 86

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR franileiðendur voru þægir og höfðust ekki að. Á árunum frá 1939 til 1941 voru varla gerðar tuttugu myndir í Bandaríkjunum, sem snertu átökin í Evrópu, þótt þær séu með taldar sem notuðu fyrri heimsstyrjöld- ina sem krókaleið. Það var Chaplín einn sem dirfðist að ráð- ast á Hitler umbúðalaust í kvikmynd, á sama tíma og Dies-nefndin ákærði Shirley litlu Temple fyrir að vera hættulegur „rauð- liði“, þegar loftárásir þýzka flughersins virtust mundu jafna Lundúni við jörðu og þegar daglega var búizt við þýzkri innrás í Stórabretland. Einrœðisherrann var frum- sýndur í New York 15. október. Upphafs- orðin voru stæling á kunnum Hollywood- fyrirvara: sé eitthvað líkt með gyðinga-rak- aranum og einræðisherranum Hynkel staf- ar það af einni saman tilviljun. Myndin hófst á nokkrum atriðum úr heimsstyrjöld- inni fyrri, og voru þau af ráðnum hug snið- in eftir myndinni Axlið vopnin. Gyðinga- rakarinn hefur barizt eins og hetja, særzt alvarlega og misst minnið að fullu. Ilann vistast lengi á sjúkrahúsi. Þegar hann hef- ur loks fengið minnið aftur, er land hans komið í klærnar á einræðisherranum Ade- noid Hynkel. Rakarinn finnur gömlu vinnu- stofuna sína í gyðingahverfinu og verður ástfanginn af ungri munaðarlausri stúlku, Hönnu (Pauletta Goddard). Dag nokkurn hljómar tryllt rödd Hynkels einræðisherra í hátölurunum. Ilann er hamstola út af því að hafa ekki náð í fjármuni auðmanna af gyðingaættum og ákveður að senda storm- sveitir sínar til árása á fátækrahverfi gyð- inga. Hanna og rakarinn flýja undan ofbeld- inu. Rakarastofa hans er brennd til ösku. Flóttamennirnir hitta gamlan stríðsfélaga hans, andstæðing Hynkels, sem er að undir- húa samsæri gegn valdstjórninni. Hönnu tekst að komast undan til nágrannalands. Rakarinn er tekinn fastur ásamt andnazist- anum, vini sínum, og þeir eru fluttir í þrælabúðir. Á meðan situr Hynkel í hinu foráttumikla stjórnarráði sínu og býr sig fyrst um sinn undir innrás í nágrannaland- ið en lætur sig dreyma um að leggja undir sig heiminn. Ilann vill fá samþykki til inn- rásarinnar hjá öðrum einræðisherra, Napa- lóni (Jack Oakie), og býður honum í opin- bera heimsókn. Eftir nokkur fáránleg fyrir- bæri verða einræðisherrarnir ósáttir og lenda í áflogum. Rakarinn og vinur hans hafa klætt sig í einkennisbúninga, sem þeir áttu að gera við í saumastofu búðanna, og flýja. Ilynkel er á andaveiðum í nágrenninu. Af mistök- um er foringjanum stungið inn í þrælabúð- irnar en gyðinga-rakarinn tekur að sér hlutverk hans. Skömmu fyrir innrás þá, sem áformuð er, á Hynkel að halda mikla ræðu. Það er Chaplín sem flytur ræðuna af palli sem á er letrað geysistórum stöfum orðið FRELSI. Þar lýkur myndinni á innilegu ákalíi til mannanna. Frá tæknilegu sjónar- miði er þessi ræða einstakt afrek, því Chap- lín er einn á tjaldinu í hvorki meira né minna en sex mínútur. Ræðan er lykill að Einrœðisherranum og viðhorfum höfundar- ins um þær mundir: „Því miður, mig langar ekki til að vera keisari — það er ekki mitt verksvið. Mig langar ekki til að stjórna eða sigra neinn. Eg vildi hjálpa öllum ef ég gæti ■— gyðing- nm og kristnum, svörtum og hvítum. Við ættum öll að hjálpa hvert öðru; þannig er fólk. Við viljum lifa af hamingju hvers annars, ekki af ógæfu annarra. Við viljum ekki hata og fyrirlíta hvert annað. I þessunt heimi er rúm fyrir alla, blessuð jörðin er auðug og getur séð fyrir öllum. Lífið gæti verið frjálst og fagurt. En við höfum villzt. Ágirndin hefur eitr- að sálir mannanna, hefur hlaðið götuvígi hatursins um heintinn. Hún hefur leitt okk- ur taktföstum skrefum út í eymd og blóðs- 164
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.