Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 90
HEINRICH HEINE Nokkur brot úr óbundnu máli .. Og svo bar það við, að mér varð á að staldra um stund á horninu á Strada San Giovanni, og sem ég stóð þar, sekur maður, vígður dauðanum, þá kom ég allt í einu auga á liana. Hún var í bláa silkikjólnum sín- um og með rósrauðan hatt, og hún horfði á mig svo mildum augum, sem fá sigrað sjálfa Helju og gefið líf. — Þér kannizt sjálfsagt við það úr sögu Rómverja, frú mín góð, að þegar Yestugyðjur Rómar mættu af- brotamanni, sem leiddur var til höggs, þá höfðu þær rétt til að náða hann, og armingjaskömmin hlaut líf- gjöf. — Með einu augnaráði heimti hún mig úr helju, og ég stóð frammi fyrir henni sem endurborinn, sem blindaður af sólargeislum fegurðar hennar, og hún hélt áfram leiðar sinnar — og gaf mér líf. .. . Og hún gaf mér líf, og ég lifi, og það er aðalatriðið. Megi aðrir njóta þeirrar hamingju, að Elskan þeirra skreyti grafir þeirra blóinum og vökvi tárum trúfestinnar. — 0, konur! Hatið mig, hlæjið að mér, hryggbrjótið mig, en lofið mér að lifa! ... Og ég lifi! Hin mikla slagæð nátt- úrunnar titrar einnig í brjósti mér, og þegar ég hrópa af lífsunaði er mér svarað þúsundrödduðu berg- máli. Ég heyri þúsundir næturgala syngja. Vorið hefur sent þá til þess að vekja jörðina af morgunblundi, og jörðin skelfur af sælu, blóm henn- ar eru lofsöngvar, sem hún flytur sólinni — sólinni miðar allt of hægt, ég vildi keyra eldfáka hennar spor- um svo að þeir fari greiðar. — En þegar sólin hnígur sjóðheit í hafið og hin mikla nótt rís á fætur með þrá í stórum augum sínum, þá fyrst fer lífsunaðurinn eldi um mig, kvöld- kulið vefur sig að sollnu hjarta mínu eins og ásthýr stúlka, og stjörnurnar veifa til mín, og ég hef mig til flugs og svíf yfir hinni litlu jörð og hinum smávöxnu hugsunum mannanna.“ Das Bucli Le Grand, 1827. En einhverntíma kemur sá dagur, er glóðin er kulnuð í æðum mínum, 168
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.