Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 101
Umsagnir um bækur Halldór Kiljan Laxness: Brekkukotsannáll Helgafell, 1957. fjöbutÍu kapítula og einn betur skráir H. K. L. fyrstupersónufrásögn Álfgríms nokkurs Hanssonar og nefnir annál, kennd- an við Brekkukot, upphugsað tómthúsbýli í „höfuðstaðnum okkar tilvonandi"; tíminn er nefnilega um og upp úr aldamótunum síðustu. Annálsheiti verksins orkar strax sem einskonar fyrirvari frá höfundarins hendi; lesandinn skuli t. d. ekki búast við hnitmiðuðu skáldsögusniði á frásögninni. Sú verður líka raunin að ýmsu leyti, þó að endurminningar þessar standi í heild öllu nær formi skáldsögunnar en annálsins. Framan af er reyndar varla um söguþráð að ræða; það er upptalning óskyldra smá- atvika, lýsingar ýmiskonar, á persónum, veðri, umhverfi og aldarhætti. Og þegar á líður bók, og tilkoma Garðars alheimssöngv- ara Hólms hefur ljéð frásögunni nokkurt samhengi, kemur sögumaður með sterka innskotsþætti, ágæta snjalla í sjálfum sér, en svo sterka í óskyldleika sínum við þráð- inn, að sízt mundu henta litlum róman. En — hér er semsagt ekki um róman að ræða, heldur eitthvað annað; höf. kýs að kalla það annál, og segjum það gott og gilt, enda- þótt grunur minn sé sá, að vorir gömlu annálaritarar hefðu kosið verkum sínum nokkuð annað form en þetta, á ýmsan hátt, og nefni ég tilgreiningar ártala sem dæmi. Á ártöl er annálshöfundurinn Álfgrímur Hansson aftur allmjög spar, og þykir mér það nokkur afturför frá því sem fyrirrenn- arar hans voru. Upp á móti slíkum smá- munum vegur hinsvegar fjölmargt annað: frásögnin er í stuttu máli sagt svo bráð- skemmtileg, að varla skeikar; svo undur- samleg á köflum, að vart verður á betra kosið; og það ný — þrátt fyrir inngrip essayistans og skáldsins H. K. L. fyrir sögu- manni á stundum — að með orðastað Álf- gríms annálsritara hefur Kiljan enn einu sinni víkkað út umráðasvæði sitt á víðlend- um tungunnar. Það er endurminningastíll- inn, sem hann hefur í þetta sinn komið auga á og hafið til endurnýjungar, aukinna möguleika og fágunar, og hafa þó aðrir ísl. höfundar óneitanlega vel gert á þeim vett- vangi áður. Ekki vil ég samt segja, að stíl- blær bókarinnar í heild sé með þeim hnökralausa hætti sem ætla hefði mátt. Þeg- ar minnst varir kemur stundum inn í frá- sögnina alls óskyldur andi þeim sem ríkir í heild hennar. Þetta er staðreynd, sem sízt hefði mátt vænta af ritsmíð eftir H. K. L., og veit ég ekki hvað veldur: glöp höfundar eða áhugaleysi; kannske þreyta. Ég nefni sem dæmi fyrstu málsgrein 34. kapítula. Þar er vart finnanlegur hinn persónubundni endurminningastíll Álfgríms, og er svipað að segja um flesta þá staði þar sem sögu- maður freistast til að vera ópersónulegur. Þá verður hann — ef svo má að orði komast — stæling á II. K. Laxness. Það er að vísu ekki leiðum að líkjast, en — með tilliti til þess sem áður segir: þetta orkar sem óþarfi af jafn dásamlega persónulegum stílista og Álfgrímur er yfirleitt. 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.