Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 101
Umsagnir um bækur
Halldór Kiljan Laxness:
Brekkukotsannáll
Helgafell, 1957.
fjöbutÍu kapítula og einn betur skráir
H. K. L. fyrstupersónufrásögn Álfgríms
nokkurs Hanssonar og nefnir annál, kennd-
an við Brekkukot, upphugsað tómthúsbýli
í „höfuðstaðnum okkar tilvonandi"; tíminn
er nefnilega um og upp úr aldamótunum
síðustu. Annálsheiti verksins orkar strax
sem einskonar fyrirvari frá höfundarins
hendi; lesandinn skuli t. d. ekki búast við
hnitmiðuðu skáldsögusniði á frásögninni.
Sú verður líka raunin að ýmsu leyti, þó að
endurminningar þessar standi í heild öllu
nær formi skáldsögunnar en annálsins.
Framan af er reyndar varla um söguþráð
að ræða; það er upptalning óskyldra smá-
atvika, lýsingar ýmiskonar, á persónum,
veðri, umhverfi og aldarhætti. Og þegar á
líður bók, og tilkoma Garðars alheimssöngv-
ara Hólms hefur ljéð frásögunni nokkurt
samhengi, kemur sögumaður með sterka
innskotsþætti, ágæta snjalla í sjálfum sér,
en svo sterka í óskyldleika sínum við þráð-
inn, að sízt mundu henta litlum róman. En
— hér er semsagt ekki um róman að ræða,
heldur eitthvað annað; höf. kýs að kalla
það annál, og segjum það gott og gilt, enda-
þótt grunur minn sé sá, að vorir gömlu
annálaritarar hefðu kosið verkum sínum
nokkuð annað form en þetta, á ýmsan hátt,
og nefni ég tilgreiningar ártala sem dæmi.
Á ártöl er annálshöfundurinn Álfgrímur
Hansson aftur allmjög spar, og þykir mér
það nokkur afturför frá því sem fyrirrenn-
arar hans voru. Upp á móti slíkum smá-
munum vegur hinsvegar fjölmargt annað:
frásögnin er í stuttu máli sagt svo bráð-
skemmtileg, að varla skeikar; svo undur-
samleg á köflum, að vart verður á betra
kosið; og það ný — þrátt fyrir inngrip
essayistans og skáldsins H. K. L. fyrir sögu-
manni á stundum — að með orðastað Álf-
gríms annálsritara hefur Kiljan enn einu
sinni víkkað út umráðasvæði sitt á víðlend-
um tungunnar. Það er endurminningastíll-
inn, sem hann hefur í þetta sinn komið auga
á og hafið til endurnýjungar, aukinna
möguleika og fágunar, og hafa þó aðrir ísl.
höfundar óneitanlega vel gert á þeim vett-
vangi áður. Ekki vil ég samt segja, að stíl-
blær bókarinnar í heild sé með þeim
hnökralausa hætti sem ætla hefði mátt. Þeg-
ar minnst varir kemur stundum inn í frá-
sögnina alls óskyldur andi þeim sem ríkir
í heild hennar. Þetta er staðreynd, sem sízt
hefði mátt vænta af ritsmíð eftir H. K. L.,
og veit ég ekki hvað veldur: glöp höfundar
eða áhugaleysi; kannske þreyta. Ég nefni
sem dæmi fyrstu málsgrein 34. kapítula.
Þar er vart finnanlegur hinn persónubundni
endurminningastíll Álfgríms, og er svipað
að segja um flesta þá staði þar sem sögu-
maður freistast til að vera ópersónulegur.
Þá verður hann — ef svo má að orði komast
— stæling á II. K. Laxness. Það er að vísu
ekki leiðum að líkjast, en — með tilliti til
þess sem áður segir: þetta orkar sem óþarfi
af jafn dásamlega persónulegum stílista og
Álfgrímur er yfirleitt.
179