Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 102

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Side 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Óþarfi mun að rekja hér efni Brekkukot9- annáls eða telja upp persónur hans. Þeir fslendingar, sem ekki lesa núorðiS hverja nýja hók eftir Laxness strax er hún kemur út, eru varla mælandi málum; og slíkir myndu varla lesa þessar línur heldur. Læt ég því fyrir mitt leyti nægja þá staðhæfingu, að flestar persónur Brekkukotsannáls standi fyllilega jafnfætis þeim persónum öðrum, sem H. K. L. hefur bezt gert; sumar eru þó allt að því nýjar af nálinni í bókmenntum okkar, svo sem þau Draummannshjón og maddama Strúbenhols, að ógleymdum Garð- ari Hólm. Athyglisvert er það og kemur vel heim við það yndislega í frásagnarhætti Álf- gríms sögumanns, eins og hann er beztur, hve persónulýsing er yfirleitt lausari við afkáraskap en einatt áður í bókum Laxness. Fyndni hans er nú góðlátlegri en nokkru sinni fyrr, og miklu nær því að vera húman fyrir bragðið. Blærinn yfir skoplegum lýs- ingum persóna leiðir hugann að smáþætt- inum um Beintein á Fagurhóli og „fræbúð- inginn“ í „Vefaranum mikla frá Kasmír“, frásögn sem er nokkuð sérstæð í verkum Laxness fram eftir. Það er þetta yndislega, góðlátlega og þó svo skoplega, sem einkenn- ir t. d. lýsinguna á velflestum gistivinum Brekkukots. Þeir eru hæfilega broslegir, án þess að skíni í gegn að heilli þjóðfélags- eða atvinnustétt sé ætlað að standa uppi sem viðundur, eins og einatt hefur átt sér stað í verkum hans og orkað tvímælis. Undantekning er þó de la Gvendur, kaup- maðurinn. Þar er skotið yfir mark. Vert er að minnast alveg sérstaklega i söngvarann Garðar Hólm. Hann hlýtur að teljast ein af helztu persónum bókarinnar, og tilvist hans hefur komið ýmsum til að þykjast finna megintilgang höfundar með verkinu, hvorki meira né minna, sem sé: að henda á fánýti frægðarinnar. En athugum þetta nánar. Garðar Hólm er látinn vera heimsfrægur í 9Ínum fæðingarbæ; allir eru látnir trua því, alltént opinberlega, að hann hafi með góðum árangri sungið fyrir páfa og aðra heimsins mektarmenn, og hafi gert nafn íslands frægt um víða veröld. En glám- skyggn má sá lesandi vera, sem ekki grunar frá upphafi, að hér var um blekkingu að ræða, sem og kom á daginn; að þetta var einn tragíkómískur sjónleikur, sem endaði með sjálfsmorði veslings mannsins -— hann var nefnilega alls ekkert frægur. í bókinni kemur hvarvetna skýrt fram, að frægð hans er blekking, endaþótt lesandinn sé auðvitað ekki leiddur í allan sannleika fyrr en undir lokin. Þá verður manni að spyrja: hvað er í rauninni verið að gefa í skyn? að hverju er verið að skopast? Frægðinni? — Nei. Frægðin sem slík kemur hér ekki við sögu; það er enganveginn verið að tala um raun- verulega frægan mann. En það er talað um mann, sem fámennri klíku var akkur í, að talinn væri frægur af íbúum höfuðstaðarins tilvonandi. Og þessir hrekklausu þorpsbúar létu blekkjast — meira að segja anzi ræki- lega — og þeir einir standa uppi hlálegir að lokum, að ógleymdum þeim sem að blekk- ingunni stóðu. Segja má því, að H. K. L. f jalli hér um hina viðurkenndu lygi og þann almenning sem trúir flestu sem að honum er rétt; en að hann sé hér að gefa í skyn „fánýti frægðarinnar“, það er af og frá. Ég ætla honum ekki að fara svo rangt að hlut- unum, hafi slíkt verið tilgangur hans. Um Brekkukotsannál í heild vil ég ann- ars segja þetta: Hann er sízt áfellisverður fyrir það sem hann er, jafn ágætlega og hann er saminn á flestan hátt. Miklu frem- ur ber að harma hitt, hvað hann ekki er: tímabær. — Okkur, sem vart höfðum séð dagsins 1 jós um það leyti sem H. K. L. skrif- aði jafn aktúela bók og „Vefarann mikla frá Kasmír“, þótt gölluð sé, finnst Brekku- kotsannáll harla fjarri þeim tíma og því rúmi sem við nú hrærumst í; og fjarri þeim 180
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.