Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Page 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vændum voru átök, sem miklu þótti skipta,
hvernig lyki. Að svo mæltu gæti manni í
hug komið, að bókin væri samsafn sundur-
lausra frásagna af atburðum, sem þar á
ofan væru næsta líkir hver öðrum, þar sem
alltaf er barizt á sama vettvangi. En fjarri
fer, að svo sé. Afbrigði atburðanna eru svo
mörg sem atburðimir sjálfir, og á hverjum
stað komumst við í kynni við nýja menn
gædda sínum sérstöku persónueinkennum,
sem liggur ekkert við að glatist í höndum
höfundar. Og bókin er hreint ekki sundur-
lausir þættir, þegar að er gáð. Hún er sam-
felld saga um þróun verkalýðshreyfingar-
innar á Islandi, þar til því marki er náð, að
hún hefur losað sig úr skipulagstengslum
við ákveðinn stjórnmálaflokk. í atburðun-
um, sem Jón rekur í bók sinni, er baráttan
fyrir samfylkingu verkamanna fyrir hags-
munum stéttarinnar, án tillits til stjórnmála-
flokka og stjórnmálaskoðana, rauði þráð-
urinn. Og sú samfylkingarbarátta, gegn
stjórnarvöldum og atvinnurekendum og Al-
þýðuflokknum með stjórn Alþýðusam-
bandsins í sínum höndum, á einstökum
vinnustöðum og í einstökum verkalýðsfélög-
um, er með slíkum glæsibrag, að fátt getur
hetjulegra í sögu okkar fyrr og síðar.
Við, sem vaxnir vorum úr grasi, þegar
þeir atburðir gerðust, sem frá er skýrt í
þessari bók, þekkjum sanngildi frásagnar-
innar. Ilinir mega sannfærast um það við
lestur hennar, að margt hefur breytzt frá
þeim tímum og ekki sízt sjálft það mann-
kyn, sem þetta eyland byggir. Það er eins og
hjartað hafi verið á allt öðrum stað en nú
tíðkast og umgerð þess allt önnur. Áræðið
og kjarkurinn var meiri, enda stóð þá nær
því, að beint væri barizt fyrir sjálfri lífstil-
verunni með hverri smávægilegri kjarabót,
en nú á þessum síðustu velsældartímum. Þá
var glæsilegur kjami baráttumanna vítt út í
raðir verkamannanna, sem ekki urðu upp-
næmir fyrir falsboðskap andstæðinganna í
lífsbaráttunni, og hjartað hrapaði hvergi,
þó draga ætti úr kjarki þeirra með lognum
sökum og níðyrðum um strauma þá og
stefnur, sem bezt studdu málstað þess, er
var að reisa sig úr niðurlægingunni.
Bók Jóns er mikil bók og sönn bók og
framúrskarandi skemmtilestur hverjum
þeim, sem hefur einhvem pata af því, að
verkalýðshreyfing sé merkilegt afl í fram-
vindu þessara tíma og nokkurs um vert að
skilja eðli hennar, sögu hennar og þróun.
Gunnar Benediktsson.
Gott yfirlit yíir norska mólssögu
Sprdket várt gjennom tidene. Stutt
norsk málsoge av Einar Lundeby og
Ingvald Torvik.
Gyldendal norsk forlag, Oslo 1956.
(Einnig fáanleg á bókmáli.)
Tslendincar hafa löngum litið með horn-
-■- auga til málstreitunnar norsku, og má
það vera af vanþekkingu; varla af því þeir
hafi ekki samúð með þeim sem reyna að
hefja hversdagslegt talmál almennings upp
í öndvegi bókmenntamáls, þar sem þróun-
in hefur áður skipað erlendu máli, dönsku,
til sætis. íslenzkufræðingar hafa skaðlega
lítið sinnt skyldustu frændmálunum, fær-
eysku og nýnorsku. — Hér er rétt að skýra
ögn þann rugling sem meðal fslendinga
hefur ríkt um nöfn á málum Norðmanna.
Hið gamla mál stjómarvalda í Noregi frá
því fyrir siðaskipti var vitanlega danska,
en mál almennings var víða eins fjarlægt
henni og íslenzka. Þessa dönsku bám
Norðmenn fram með sínum framburði, og
síðustu mannsaldra hefur þetta mál færzt
nær og nær talmáli almennings til sjávar
og sveita. En á meöan höfðu norskir
menntamenn og margir borgarbúar tekið
að tala það, svo að það er nú orðið eöli-
legt móðurmál fjölmargra Norðmanna.
188