Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Síða 110
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vændum voru átök, sem miklu þótti skipta, hvernig lyki. Að svo mæltu gæti manni í hug komið, að bókin væri samsafn sundur- lausra frásagna af atburðum, sem þar á ofan væru næsta líkir hver öðrum, þar sem alltaf er barizt á sama vettvangi. En fjarri fer, að svo sé. Afbrigði atburðanna eru svo mörg sem atburðimir sjálfir, og á hverjum stað komumst við í kynni við nýja menn gædda sínum sérstöku persónueinkennum, sem liggur ekkert við að glatist í höndum höfundar. Og bókin er hreint ekki sundur- lausir þættir, þegar að er gáð. Hún er sam- felld saga um þróun verkalýðshreyfingar- innar á Islandi, þar til því marki er náð, að hún hefur losað sig úr skipulagstengslum við ákveðinn stjórnmálaflokk. í atburðun- um, sem Jón rekur í bók sinni, er baráttan fyrir samfylkingu verkamanna fyrir hags- munum stéttarinnar, án tillits til stjórnmála- flokka og stjórnmálaskoðana, rauði þráð- urinn. Og sú samfylkingarbarátta, gegn stjórnarvöldum og atvinnurekendum og Al- þýðuflokknum með stjórn Alþýðusam- bandsins í sínum höndum, á einstökum vinnustöðum og í einstökum verkalýðsfélög- um, er með slíkum glæsibrag, að fátt getur hetjulegra í sögu okkar fyrr og síðar. Við, sem vaxnir vorum úr grasi, þegar þeir atburðir gerðust, sem frá er skýrt í þessari bók, þekkjum sanngildi frásagnar- innar. Ilinir mega sannfærast um það við lestur hennar, að margt hefur breytzt frá þeim tímum og ekki sízt sjálft það mann- kyn, sem þetta eyland byggir. Það er eins og hjartað hafi verið á allt öðrum stað en nú tíðkast og umgerð þess allt önnur. Áræðið og kjarkurinn var meiri, enda stóð þá nær því, að beint væri barizt fyrir sjálfri lífstil- verunni með hverri smávægilegri kjarabót, en nú á þessum síðustu velsældartímum. Þá var glæsilegur kjami baráttumanna vítt út í raðir verkamannanna, sem ekki urðu upp- næmir fyrir falsboðskap andstæðinganna í lífsbaráttunni, og hjartað hrapaði hvergi, þó draga ætti úr kjarki þeirra með lognum sökum og níðyrðum um strauma þá og stefnur, sem bezt studdu málstað þess, er var að reisa sig úr niðurlægingunni. Bók Jóns er mikil bók og sönn bók og framúrskarandi skemmtilestur hverjum þeim, sem hefur einhvem pata af því, að verkalýðshreyfing sé merkilegt afl í fram- vindu þessara tíma og nokkurs um vert að skilja eðli hennar, sögu hennar og þróun. Gunnar Benediktsson. Gott yfirlit yíir norska mólssögu Sprdket várt gjennom tidene. Stutt norsk málsoge av Einar Lundeby og Ingvald Torvik. Gyldendal norsk forlag, Oslo 1956. (Einnig fáanleg á bókmáli.) Tslendincar hafa löngum litið með horn- -■- auga til málstreitunnar norsku, og má það vera af vanþekkingu; varla af því þeir hafi ekki samúð með þeim sem reyna að hefja hversdagslegt talmál almennings upp í öndvegi bókmenntamáls, þar sem þróun- in hefur áður skipað erlendu máli, dönsku, til sætis. íslenzkufræðingar hafa skaðlega lítið sinnt skyldustu frændmálunum, fær- eysku og nýnorsku. — Hér er rétt að skýra ögn þann rugling sem meðal fslendinga hefur ríkt um nöfn á málum Norðmanna. Hið gamla mál stjómarvalda í Noregi frá því fyrir siðaskipti var vitanlega danska, en mál almennings var víða eins fjarlægt henni og íslenzka. Þessa dönsku bám Norðmenn fram með sínum framburði, og síðustu mannsaldra hefur þetta mál færzt nær og nær talmáli almennings til sjávar og sveita. En á meöan höfðu norskir menntamenn og margir borgarbúar tekið að tala það, svo að það er nú orðið eöli- legt móðurmál fjölmargra Norðmanna. 188
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.