Tímarit Máls og menningar - 01.07.1957, Qupperneq 112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Bók þeirra Lundebys og Torviks er alls
116 síður og hefst á inngangi um mannlegt
mál almennt, mállýzkur og skyldleika
tungumála. Síðan er kafli um frumnor-
rænu, sagt frá rúnaristum og breytingum
norrænnar tungu frá því fyrir víkingaöld
og meðan vestnorræn mál voru að heita
mátti eitt mál. Síðan segir frá vaxandi
áhrifum sænsku og dönsku (vegna yfirráða
þeirra þjóða yfir Noregi) allt frá lokum
14. aldar, hnignun og falli forns norsks
ritmáls; allir voru lærðir upp á dönsku og
það var sjaldgæft að menn skrifuðu nokk-
uð um daglegt mál norskrar alþýðu nema
til að lýsa því hvað það væri skringilegt
og ólíkt venjulegu máli, eins og lærðir
menn kölluðu þá dönsku. En alþýða
manna hélt máli sínu furðulítt breyttu frá
siðaskiptum og fram að iðnvæðingu og
fólksflutningum síðustu mannsaldra. —
Flestar meiri háttar breytingar sem norsk-
ar mállýzkur hafa orðið fyrir frá fom-
norsku festu rætur fyrir 1500. — Síðan
segir frá upphafi þess að Norðmenn seinni
alda fóm að leggja rækt við móðurmál
sitt, starfsemi leiðtoga eins og Knuds
Knudsens (1812—1895) og Ivars Aasens
(1813—1896), og jafnréttisbaráttu lands-
máls við ríkismálið. 1892 vora samþykkt
lagafyrirmæli um að skólanefndir skyldu
ákveða hvort kennsla í bamaskólum færi
fram á landsmáli eða ríkismáli, en raunar
skortir á það enn í dag að skólar þar sem
kennslumálið er nýnorska eigi völ eins
fjölbreyttra bóka og þeir sem nota bókmál.
Markaður fyrir rit á bókmáli er sem sé
stærri en fyrir rit á nýnorsku, og því væn-
legri gróðalind. (Vitanlega er ekki sagt frá
slíkum hlutum í kennslubókum eins og
þessari, því að hún er „hlutlaus", en þetta
viðurkenna allir sem til þekkja.) Síðasti
hluti bókarinnar er svo um þróunina eftir
aldamótin síðustu, („Pá veg mot sprákleg
samling"), rakin helztu atriði stafsetning-
arbreytinganna 1901 (landsmál), 1907 (rík-
ismál), 1917 (bæði málin), og 1938 (bæði
málin). — Loks lýkur svo bókinni með
frásögn frá stofnun og starfsemi málnefnd-
arinnar norsku (stofnuð 1952), stuttum
köflum um þróun annarra norrænna mála
og nokkmm norskum mállýzkuköflum.
Frágangur bókarinnar er hinn bezti og
er þar meðal annars fjöldi textasýnishorna
frá ýmsum tímum.
Árni Böðvarsson.
190