Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 95
EINMANA MAÐUR?
málabrask. Kona hans og barn eru dáin.
Hann hittir aftur flökkukindina fögru, sem
hann hafði miskunnað áður; nú er hún ást-
kona vopnasala. Blásnauður, vonsvikinn,
hugaður og ellimóður gefur Verdoux sig
fram við lögregluna af hreinum lífsleiða.
Vitandi vits heldur hann í átt að fallöxinni.
Atburðarásin var látin gerast í Frakk-
landi, en það verður að telja algera varúðar-
ráðstöfun. Með þessum herskara af ríkum
og sérgóðum miðaldra konum hafði Chap-
lín Bandaríkin í huga, þar sem fimmtugar
Scarlettar stjórna ekki aðeins siðsemissveit-
unum heldur og verulegum hluta bankanna.
Þessi morðleikur var heimspekileg og sið-
ferðileg dæmisaga, samin kringum Ver-
doux, mann sem „hefur fundið hvað feitt er
á stykkinu*4.
I viðtali skýrði Chaplín þannig aðalhug-
myndina í kvikmynd sinni:
Þýzki hershöfðinginn von Clnusewitz
taldi styrjöld rökrétt áframhald utanríkis-
þjónustu með öðrum aðferðum. Verdoux
lítur á glœpi sem rökrétt áframhald við-
skiptalífsins með öðrum aðferðum.
Inntak þessarar kenningar skvrist ef setn-
ingunni er snúið við. Chaplín telur þjóðfé-
lag, sem hefur viðskipti að undirstöðu, vera
þjóðfélag, sem hefur glæpi og styrjaldir að
undirstöðu. Þetta litla einkafyrirtæki Ver-
doux verður þannig smækkuð mynd af
þeirri veröld skelfingar og tilgangsleysis
sem spottuð var í Nútímanum og Einrœðis-
herranum.
Verdoux er í senn persónugervingur og
dómari þess þjóðfélags sem skóp hann.
Þessi fíngerði, kaldi, hitri og hættulegi
maður hagnýtir sér til persónulegs ábata
sjálf lögmálin í kerfi stjórnleysisins. Þegar
Verdoux stendur andspænis dómaranum er
hann viss í sinni sök þegar hann segir:
Sá sem drepur einn mann er morðingi,
en sá sem drepur milljónir manna er hyllt-
ur sem hetja. Þeir menn eru vegsamaðir og
dýrkaðir sem finna upp sprengjur til að
limlesta konur og börn. Aðeins þeir sem
vinna í stórum stíl njóta viðurkenningar í
heiminum ...
Hinn kaldrifjaði einstaklingshyggjumað-
ur Verdoux, þessi beiski mannhatari, var
eins og söguhetja úr heimspekiróman frá
18. öld. I Evrópu, þar sem myndin fékk þó
býsna góðar undirtektir, var greinilegt að
það urðu almenningi vonbrigði að fyrir-
finna ekki fornvininn Chaplín. Fólk sakn-
aði ekki aðeins gervis og gamalla fata.
Menn fylgdust undrandi með þessari hvít-
glóandi, markvissu eyðileggingu, sem ekki
mildaðist eitt andartak af hinni gunnreifu
hjartsýni úr Drengnum eða Einrœðisherr-
anum né hinni djúpu viðkvæmni úr Borgar-
Ijósunum. Fólk heyrði hjarta Chaplíns ein-
att slá í brjósti Verdoux og skildi ekki hvers
vegna hann var svona gagntekinn beiskju,
örvæntingu, já allt að því hatri. Til þess að
skilja hvatir lians er nauðsynlegt að þekkja
nokkuð til þeirra ofsókna sem hann sætti.
Evrópubúar héldu að Chaplín væri enn
sami auðugi og frægi leikarinn, hylltur af
alþýðu manna.
En Chaplín, sem fólk taldi ennþá „Holly-
wood-stjörnu“, var nú orðinn einmana mað-
ur í baráttu við forheimskunarvél banda-
rískrar kvikmyndagerðar.
Eg lief ákveðið að segja Hollywood og
íbúum hennar stríð á hendur í eitt skipti
jyrir öllf skrifaði hann í desember 1947,
nokkrum mánuðum eftir frumsýninguna á
„Monsieur Verdoux“. Eg hef aldrci liaft
mœtur á nöldrurum, en þar sem ég hef misst
alla trú á Hollywood og bandarískum kvik-
myndum yfirleitt hej ég ákveðið að segja
þetta.
Það er vitað lwerjar viðtökur „Monsieur
VerdouxiC fékk í mörgum bandarískum
borgum, ekki sízt í New York — ég er hrak-
285