Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1957, Síða 102
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Chaplín, hæddan og smáðan, en gagntek- inn háleitum virðuleik í niðurlægingu sinni. Baráttan snýst ekki um hann einan; liann boðar helgi hvers manns enn einu sinni og með hinni dýrustu list. Hetju þá, sem leggur stein sinn í höll framtíðarinnar, skiptir dauðinn engu máli, því aðrir halda verki hans áfram á annan hátt. „Maður, hve háleitur hljómur", „maðurinn sjálfur er verðmætastur allrar eignar" — slík orð koma ósjálfrátt upp í hugann, er Chaplín lýsir yfir því þegar í upphafi myndarinnar, að maðurinn sé vegna vitsmuna sinna og baráttu meiri en allt annað í veröldinni, meiri en sól og stjörnur. Sviðljós er „erfðaskrá" í anda Shake- speares, og að einkunnarorðum gæti mynd- in haft hin frægu orð Goethes „að deyja og skapast", því hér kemur Chaplín fram sent einn maður af milljörðum og lætur sér vel lynda að tortímast ef hann hefur stuðlað að því að beina dönsum morgundagsins braut. Það var mikil áhætta fyrir Chaplín að segja ekki aðeins skilið við gamla Charlie- gervið, heldur einnig andstæðuna, Verdoux, og segja ómengaða örlagasögu. Ahættan var meiri en með Drengnum á sínum tíma. Hún var meiri en með Borgarljósunum, sem þó voru gerð þegar efnahagskreppan, tal- myndirnar og standið út af Litu Grey höfðu hrakið hann út á yztu þröm sem óháðan framleiðanda. Chaplín reiknaði ekki með Bandaríkjunum til að tryggja gengi Svið- Ijósa. Hann þurfti á stuðningi Evrópu að halda. Þess vegna ákvað hann að halda yfir Atlanzhaf, eins og hann hafði áður gert á örlagastundum, 1921 og 1931. En hann óttaðist hótanir öldungadeildar- mannanna, sem höfðu krafizt þess að hann yrði gerður útlægur. Nokkurn hluta sumars- ins 1952 átti liann í samningum við skatta- yfirvöldin og útlendingaeftirlitið. llann taldi sig hafa fengið fullt öryggi. Þótt frels- isstyttan væri komin úr augsýn, átti hann að geta snúið aftur til New York þegar hann vildi, án þess að þurfa að eiga á hættu að vera fangelsaður á Ellis Island, án þess að þurfa að óttast að verða sviptur heimili sínu og vinnustofum, þar sem allir sam- starfsmenn hans voru og öll tækin. Charles Chaplín yfirgaf því heimili sitt á Beverly Hills ásamt Oonu konu sinni, börnum þeirra og elzta syni sínum Sidney (syni Litu Grey). Fjölskyldan stanzaði nokkra daga í New York. Chaplín notaði tækifærið til að halda einkasýningu á Svið- Ijósum 16. september 1952. Myndinni var mjög vel tekið, og áhorfendur risu úr sætum sínum og hylltu Chaplín að sýningu lok- inni. En ekki eitt einasta kvikmyndahús í New York hafði pantað myndina enn. Þau einu sem virtust hafa áhuga á myndinni voru lítil kvikmyndahús sem sýndu ein- vörðungu listrænar kvikmyndir. Félagið United Artists hikaði við að undirrita samning. Chaplín hafði ekki lengur hin gömlu ítök sín í því félagi. Nýr maður, Arthur Krim, hafði endurskipulagt félagið. Hann hafði náð í meirihluta hlutabréfanna með því að kaupa hluti Chaplíns og Maríu Pickfords. Chaplín hafði falið félagi, sem hann átti ekki lengur neinn hlut í, að ann- ast dreifingu á Sviðljósum. Varla hafði fyrr verið skýrt frá komu Chaplíns til New York en Max nokkur Kra- vetz, fyrrverandi starfsmaður hjá United Artists, sigaði yfirvöldunum á Chaplín. Hann ætlaði að banna honum að hverfa úr landi nema-hann greiddi án tafar 13,000 dollara. Samkvæmt bandarískum lögum er slík stefna því aðeins gild að hún sé flutt mönnum persónulega. Því hófst nú eins konar eltingaleikur um New York þvera og endilanga, en ritara Chaplíns, Harry Croc- ker, tókst að bægja frá þessari hættu, sem var jafn raunveruleg og Iiún var skopleg. Ljósmyndarar og blaðamenn héngu aftan í yfirvöldunum. Engu að síður hélt „Queen 292
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.