Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 33
UPPSKERA LYGINNAR
„Ekkert íslenzkt nafn hljómar eins djúpt innan í mér og Rif vestan undir
Snæfellsjökli. Þar hefði ég viljað róa út, þegar vermennirnir vöktu upp draug-
inn og sendu hann eftir tóhaki handa sér norður á Hofsós eða Höfðakaupstað.
Hefurðu ekki lesið þá sögu?“
,,Jú og maðurinn gekk fram á hann þar sem liann sat í brekku á Fróðár-
heiði og var að naga bringukoll og hafði fjöldamarga tóbaksbita í kringum
sig-“
„Og þá hljóp draugsi upp og stökk af stað og rak tóbaksbitana á undan sér
eins og fjárhóp. Þá trúðu íslendingar á mátt andans. Nú eru þeir að þorna
upp eins og marglittur á fjörusandi í dýrkun á alls konar hávaða, afglapaleg-
um öskrum á götum úti, skellinöðrufretum, jassglymjanda og óperuólátum
og engilsaxneska kattavælinu. fslendingar eru að verða hávaðasjúklingar. Já
þá hefði verið gaman að róa út í Rifi. Hver veit nema ég hafi róið þar marg-
ar vertíðir. Af hverju er ég aldrei sjóveikur? Og einmitt vertíðina, þegar þeir
vöktu upp drauginn. Einhvers staðar hefur maður verið. Því ekki í Rifi eins
og í Róm eða Aþenu? Það var einkennileg heimatilfinning yfir mér, þegar ég
rölti forðum leiðina frá Stapa út að Hellissandi. Ég hef aldrei komið í Rif. En
síðan ég las fyrst söguna af Rifsdraugnum fyrir næstum fjörutíu árum, hafa
mér fundizt nánari tengsl milli mín og Rifs en nokkurs annars staðar hér á
landi. Drottinn hjálpi mér! Hefur maður þá ekki verið neitt meira í næsta lífi
hér á undan en vermaður á Snæfellsnesi? Máski vinnuskepna hjá einhverjum
stórbónda sunnan á Nesinu. Kannski sveitarlimur og átt illt atlæti, og hefndin
ævisaga Árna prófasts. Orsakalögmálið gefur aldrei upp skuldir. Máski er ég
maðurinn sem vakti upp drauginn.“
„Þú hefur aldrei getað vakið upp draug.“
„Því ekki ? Ef til vill hefur það þá verið ég, sem var vakinn upp. Einhver
hefur það verið. Eða þú og ég vakið þig upp, og nú ert þú að hefna þín með
því að svíkjast um að segja mér til tunglsins.“
Nú er hurðinni hrundið upp, áður en Kristjóni gæfist tóm til að svara,
og inn í stofuna gengur Bessi rakari, býður góðan dag, snýr sér svo að Krist-
jóni, og ég gleymist. Bessi hafði lært iðn sína hjá Kristjóni og unnið hjá hon-
um eftir það, þangað til hann setti sjálfur upp rakarastofu. Síðan var þeim
vel til vina. Mér skildist hann vera kominn í skemmtiheimsókn í morgundeyf-
unni.
Ég hafði kynnzt Bessa, þegar hann vann á rakarastofunni hjá Kristjóni.
Hann var greindur maður í betra lagi og mjög einlægur kommúnisti, og þegar
ég fór að njósna um hann úti í hæ, eins og minn er siður til að afla mér þekk-
23