Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR öryggisleysi eru talin höfuðeinkennin á lífsvitund nútímamannsins. Sálræn viðbrögð einstaklingsins við atburð- unum eru tæpast í réttu hlutfalli við heimssögulega þýðingu þeirra. Lífs- óttinn, hugmyndin um „ólæknandi einsemd sálarinnar“ og tilgangsleysi alls hefur ævinlega verið í fylgd mannkynsins á vegferð þess og verið gerð skil í skáldskap. En það eru aug- ljósar ástæður til þess að slíkar hug- myndir nái kverkataki á nútíma- manninum á þessum örlagaríku tím- um. Allt flýtur. Hinum gömlu goðum hefur verið steypt af stöllum og okkur finnst öllum að við séum ofurseld ein- manaleikanum að meira eða minna leyti og persónulegu fálmi okkar eftir tilgangi. Allt hefur þetta mótað svip bókmenntanna hin síðari ár .. . Bæk. ur ársins stefna yfirleitt að sama marki og hringsóla um sama höfuð- viðfangsefnið: þrá hins einmana manns eftir samneyti. os baráttu hans við að losna úr viðjum og komast í samfélag við aðra menn. Að því leyti hoða þær ekkert nýtt . . .“ II Til þess að finna þessum orðum nokkurn stað. og þeim skoðunum er síðar munu fram koma í greininni, ætla ég nú að rekja í stuttu máli efni velflestra norskra skáldsagna ársins 1958. Að sjálfsögðu hef éa ekki haft tök á að lesa þær allar — þær munu vera um tuttugu og sumar allþykkar — en ég hef kynnt mér skrif gagnrýn- endanna og lesið þær sem forvitnileg- astar voru. Vandamál æskunnar virðast vera ofarlega á baugi í Noregi, eins og annarsstaðar á vesturlöndum. Ekki færri en fimm af fjórtán höfundum segja frá rótlausri æsku, hugsjóna- snauðri og einmana í áttlausri veröld, þar sem reginhöf virðast skilja ein- staklingana. 1. Bergljot H. Haff skrifar um ungling í uppreisnarhug, einn þeirra sem „standa utan við hópinn“. Liv, söguhetjan, veit að „allir þörfnuðust samneytis við einhvern. Þessvegna voru svo margir hópar til. Og þeir sem ekki fengu inngöngu í hópinn áttu aðeins tvo kosti: hæðast að fé- lagsskapnum, eða taka höndum sam- an við önnur úrhrök og mynda sinn eigin félagsskap.“ 2. Judith, í skáldsögu Merete Wig- ers, er líka einmana, tryllt í lífsþorsta sínum, í andstöðu við umheiminn, einkum þau tvö sem fara með völdin heima á prestssetrinu, föðurinn og ráðskonuna sem öllu ræður. 3. Torfinn HauJcás segir frá ungl- ingi í ramma herbúðalífsins: hann hefur andúð á fögrum orðum og hug- sjónum og snýst til andófs við kröfum og ábyrgð lífsins. Hann er einn af mörgum, metnaðarlaus, viðkvæmur, hikandi, hræddur og fáskiptinn, en drevmir um að verða „einn af hin- um . 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.