Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR öryggisleysi eru talin höfuðeinkennin á lífsvitund nútímamannsins. Sálræn viðbrögð einstaklingsins við atburð- unum eru tæpast í réttu hlutfalli við heimssögulega þýðingu þeirra. Lífs- óttinn, hugmyndin um „ólæknandi einsemd sálarinnar“ og tilgangsleysi alls hefur ævinlega verið í fylgd mannkynsins á vegferð þess og verið gerð skil í skáldskap. En það eru aug- ljósar ástæður til þess að slíkar hug- myndir nái kverkataki á nútíma- manninum á þessum örlagaríku tím- um. Allt flýtur. Hinum gömlu goðum hefur verið steypt af stöllum og okkur finnst öllum að við séum ofurseld ein- manaleikanum að meira eða minna leyti og persónulegu fálmi okkar eftir tilgangi. Allt hefur þetta mótað svip bókmenntanna hin síðari ár .. . Bæk. ur ársins stefna yfirleitt að sama marki og hringsóla um sama höfuð- viðfangsefnið: þrá hins einmana manns eftir samneyti. os baráttu hans við að losna úr viðjum og komast í samfélag við aðra menn. Að því leyti hoða þær ekkert nýtt . . .“ II Til þess að finna þessum orðum nokkurn stað. og þeim skoðunum er síðar munu fram koma í greininni, ætla ég nú að rekja í stuttu máli efni velflestra norskra skáldsagna ársins 1958. Að sjálfsögðu hef éa ekki haft tök á að lesa þær allar — þær munu vera um tuttugu og sumar allþykkar — en ég hef kynnt mér skrif gagnrýn- endanna og lesið þær sem forvitnileg- astar voru. Vandamál æskunnar virðast vera ofarlega á baugi í Noregi, eins og annarsstaðar á vesturlöndum. Ekki færri en fimm af fjórtán höfundum segja frá rótlausri æsku, hugsjóna- snauðri og einmana í áttlausri veröld, þar sem reginhöf virðast skilja ein- staklingana. 1. Bergljot H. Haff skrifar um ungling í uppreisnarhug, einn þeirra sem „standa utan við hópinn“. Liv, söguhetjan, veit að „allir þörfnuðust samneytis við einhvern. Þessvegna voru svo margir hópar til. Og þeir sem ekki fengu inngöngu í hópinn áttu aðeins tvo kosti: hæðast að fé- lagsskapnum, eða taka höndum sam- an við önnur úrhrök og mynda sinn eigin félagsskap.“ 2. Judith, í skáldsögu Merete Wig- ers, er líka einmana, tryllt í lífsþorsta sínum, í andstöðu við umheiminn, einkum þau tvö sem fara með völdin heima á prestssetrinu, föðurinn og ráðskonuna sem öllu ræður. 3. Torfinn HauJcás segir frá ungl- ingi í ramma herbúðalífsins: hann hefur andúð á fögrum orðum og hug- sjónum og snýst til andófs við kröfum og ábyrgð lífsins. Hann er einn af mörgum, metnaðarlaus, viðkvæmur, hikandi, hræddur og fáskiptinn, en drevmir um að verða „einn af hin- um . 6

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.