Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 86
TIMARIT MALS OG MENNINGAR bækur í Sovétríkjunum, þegar hann var staddur í Moskvu. Málið hefði hann flutt fyrir Bandalag amerískra rithöfunda. Á ferð minni hefði ég rætt málið við fram- kvæmdanefnd Sambands Sovétrithöfunda að beiðni Stevensons. Ég væri hræddur um að fundurinn hefði orðið til Htils ávinnings því sjónarmiði, sem ég hafði reynt að túlka. „Þetta er flókið mál, eins og þér vitið,“ sagði hann, „en ég held að að því komi að unnt verði að samræma betur sjónarmiðin. Ég kæri mig ekki um að blanda mér í þessa deilu. En ég vil enn leggja áherzlu á, að samskipti rithöfunda í báðum löndunum eru nátengd öðru og víðtækara vandamáli sem er samskipti ríkisstjórna beggja land- anna. Tortryggni og andúð kalda stríðsins bljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á þau viðskipti sem menningarlegir fulltrúar beggja aðila eiga saman. Ég geri það sem ég get í þessu efni. Sumir segja kannski að ég sé „pro-amerískur“ eða „pro-franskur" eða „pro-eitthvað“ fyrir þau afskipti mín, en það gerir ekkert til. Þörfin mikla er að finna leiðina til friðar. Ef við getum dregið úr fordómum okkar, ef við getum með- höndlað staðreyndir eins og þær eru, ef við getum vakið einhvern vott gagnkvæmrar virðingar — Iiver veit nema okkur takist þá að finna leið til friðar. Ef okkur tekst það ekki, þá er allt — í sannleika allt — annað til einskis." Gisli Óla/sson þýddi úr „Saturday Review“. HVAÐ GERÐIST í LAOS? Nýlendur sem eru að öðlast sjálfstæði — með góðu eða illu — má segja að myndi einn skýrasta þáttinn í sögu síðustu ára. Barátta þeirra fyrir sjálfstæði, vand- kvæði þau sem nýunnu sjálfsforræði fylgja, opinská eða leynd mótstaða gamal- gróins imperíalisma og brögð hans til að halda ítökum sínum óbeint — vanalega með þægri aðstoð einhvers hluta innborinna — cnda þótt bundinn sé endi á þau formlega: allt er þetta girnilegt til fróðleiks fyrir hvaða þjóð sem er, og ekki sízt fyrir íslend- inga, sem hafa reynt það á sjálfum sér að sjálfstæðisbaráttu er síður en svo lokið með formlegri sjálfstæðisviðurkenningu. Laos, lítið land í Asíu, staðsett inn á milli sex annarra landa, er dæmi um viður- eign stórvelda við hin „nýju lönd“. Laos varð fréttaefni á síðastliðnu sumri. Frétta- stofnanir kváðu þar í undirbúningi nýtt kóreustríð. I september fór Laosstjórn fram á hernaðarlega aðstoð Sameinuðu þjóðanna gegn árás sem hún kvað land sitt hafa orð- ið fyrir af hálfu Alþýðulýðveldisins í Norður-Vietnam. S. þ. sendu rannsóknar- nefnd á vettvang, sem ekki kom auga á árásina, og Laos var ekki lengur nefnt á fyrstu síðum blaðanna. Franski rithöfundurinn Patrick Kessel tók sér ferð á hendur til Laos í haust til að grennslast eftir bakhliðum þessara atburða. Hann reit grein um athuganir sínar í tíma- ritið Temps modernes, nóvemberheftið, og eru hér rakin nokkur helztu atriði þeirrar greinar. Laos var undir „vemd“ Frakklands frá 1893, sem einn hluti Indókína. Fyrir þann tíma greindist landið í mörg smá konungs- ríki (þrjátíu þjóðabrot eru álitin vera í landinu), sem Frakkar steyptu saman í eitt. Þegar Japanar yfirgáfu Indókína í stríðs- 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.