Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 88
TIMARIT MALS OG MENNINGAR uðin opinberlega sett undir vald stjórnar- innar. Flokknr sá sem var myndaður upp úr Pathet-Lao hlaut nafnið Neo-Lao-Haksat. 4. maí 1958 eru háðar aukakosningar í landinu. Kjósa á 21 þingmann. Neo-Lao- Haksat og annar vinstriflokkur, Santiphab, liljóta 11 sæti. Þessi sigur kemur mönnum því meir á óvart sem frambjóðendur hægri- flokkanna höfðu notið allskonar hagræðis af hendi yfirvaldanna. Mesta hættan stafar af sigri vinstriflokkanna í borgunum. I liöfuðhorginni Vientiane fékk Souphannou- vong prins meira en 38.000 atkvæði af 80.000. Næstur á eftir honum kemur fram- hjóðandi Santiphab-flokksins. Vinstriflokk- arnir tveir fá meira en tvo þriðju atkvæða. Oðar grípur skelfingin um sig í bandar- íska sendiráðinu og hjá þeim stjórnmála- samtökum sem eru andvíg sáttastefnu for- sætisráðherrans. Þau litu á hugtakið ríkis- stjórn sem jafngilt hugtakinu riki, og töldu sérhverja stjórnarandstöðu uppreisn, ef leit út fyrir að hún kynni að valda breytingu á núverandi skipun, þ. e. a. s. skipta um menn á valdastólum Skömmu eftir kosningarnar ákváðu nokkrir ungir menn, sem enn höfðu ekki átt hlutdeild að neinni ríkisstjórn, að stofna þjóðlega endurnýjunarhreyfingu. Tveir starfsmenn í sendiráði Laos í Washington virðast hafa beitt sér fyrir því að stofna þessa hreyfingu, sem þeir hugsuðu sér frek- ar sem samtök embættismanna en raun- verulegan stjórnmálaflokk. Bandaríkjamenn veita þessari hreyfingu undireins stuðning, og ekki er fráleitt að þeir hafi átt fruni- kvæðið að því að hún væri stofnuð. Á fá- eintim vikum er mynduð Varnarnejnd þjóS- arhagsmuna. Ætlunarverk hennar er ekki fyrst og fremst að sameina andkommúnist- iska krafta, lieldur að ná völdum í landinu, og hreyta stjórnarstefnunni í ameríska átt. Kriifur þessarar nefndar, ásamt hótun Bandaríkjanna um að liætta efnahagshjálp- iiini, valda því að Souvanna Phouma segir af sér í júlí 1958. Neo-Lao-Haksat er því næst borið þeim sökum að það sé að und- irhúa stjórnarbyltingu. Með því móti tekst að koma í veg fyrir að það taki þátt í nýrri stjórnarmyndun, með því móti tekst einnig að sannfæra Bandaríkjamenn um að þeir liafi veðjað á rétta menn. Fjórir meðlimir „þjóðarhagsmunanefndarinnar" fá sæti í ríkisstjórninni undir forsæti Phoui Sanan- ikone. Souvanna Phouma hefði gjarnan viljað veita viðnám þvinguninni sem hann var beittur úr tveim áttum, en þá hefði hann orðið að geta treyst því að fá f járhagslegan stuðning annarsstaðar en í Ameríku. En Frakkar neituðu um þann stuðning. Bandaríkjamenn hafa nú töglin og hagld- irnar í stjórn Laos. Fyrsta stjómarráðstöf- unin snertir efnahagslífið: Á undanförnum árum höfðu Bandaríkjamenn veitt milljón- um dollara til Laos, sem höfðu gufað upp. Að lokum vakti þetta ráðslag hneyksli í Ameríku. Nokkrir Bandaríkjamenn eru handteknir. Senatið hótar að hætta lijálp- inni ef hún er ekki betur nýtt. Sannleikur- inn er sá að f jármálabrask liefur þróazt með ævintýralegum hætti í Laos í nokkur ár. Fyrir því standa fáeinar voldugar fjölskyld- ur og fjöldi embættismanna. Aðferðin er mjög einföld: Hlutaðeigandi útvegar sér innflutningsleyfi, með mútum eða „sam- höndum“. Síðan flytur liann inn meira af vörunni en hægt er að selja í Laos. Afgang- inn flytur hann út aftur. Dollarinn kostar 35 kip þegar hann er keyptur með innflutn- ingsleyfi. I Hong-Kong er hann seldur á 100 kip. Óheyrileg auðsöfnun fer þannig fram á nokkrum árum. Peningamir eru lagðir inn í svissneska banka. Ihúar Laos sjá ekkert af aðstoð Bandaríkjanna. Efna- hagslíf landsins nýtur hennar að mjög litlu leyti: Vientiane hefur stækkað, mikið hef- ur verið reist af villum, svo og nokkrar op- 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.