Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 85
ERLEND TÍMARIT
heima. Ég verð ekki síður að þola gagnrýni
crlendis. Raunar er það svo, að þegar mér
er hrósað erlendis, er afturkastið hér heima
stundum óþægilegt.“
Eins og til dæmis?
„Þegar mér er lirósað á röngum forsend-
um. Svo virðist sem sumum mönnum er-
lendis finnist að ekki sé hægt að tala vin-
sandega um mig nerna ég sé um leið stimpl-
aður sem óvinur lands míns.
Ég hef raunar nú um nokkurt skeið haft
áhyggjur út af því háttalagi nokkurra út-
gefenda lijá ykkur þegar þeir gefa út hók
eftir Sovétrithöfund að kynna bókina sem
eitthvað allt annað en hún er — og höfund-
inn líka. Þeir birta formála án leyfis frá
höfundinum — formála sem gefur í skyn
að höfundurinn heyi með bók sinni hug-
prúða baráttu við allt þjóðfélag sitt eins
og það leggur sig.
En þetta á sér ekki einungis stað í
Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum var
gefin út eftir mig bók í Danmörku, og hún
var ranglega básúnuð sem árás á lífið í
Sovétríkjunum. Ég get fullvissað yður um,
að þetta jók ekki á vinsældir mínar í landi
mínu.
Þegar bók mín „Þeyr“ kom út í London
sendi enski útgefandinn mér skeyti og sagði
að amerískur útgefandi óskaði eftir leyfi til
að gefa bókina út í Bandaríkjunum. Ég
svaraði með bréfi og sagði honum að gefa
ekki neitt slíkt leyfi nema við hefðum
samning upp á að ekki yrði prentaður neinn
formáli eða inngangur án míns samþykkis.
Ef bók mín væri þess virði að gefa hana
út, þá væri það vegna þess sem í henni væri.
Síðan væri það lesendanna að dæma. Ég
kærði mig ekki um að láta neinn, sem
stjórnaðist af annarlegum sjónarmiðum,
kynna mig.
Ameríski útgefandinn gekk að skilyrðum
okkar og samningur var gerður. Bókin kom
út í Bandaríkjunum. Það var enginn for-
máli og engin inngangsorð. En það var
eftirnuíli. Eftirmálinn hefði ekki getað ver-
ið meira móðgandi frá mínu sjónarmiði. I
honum var reynt að gera úr bókinni allt
annað en hún var. Þetta var greinilegt brot
á anda samningsins. Eftirmálinn hafði ekki
verið borinn undir mig. Ég vissi ekki einu
sinni að hann kæmi.
Hvað á maður að halda um svona hátta-
lag? Maður getur ekki varizt ]iví að spyrja
hvort amerískum útgefendum sé meira í
mun að sýnast andkommúnistar en að
rækja skyldur sínar við bókmenntirnar, að
ekki sé talað um óbeiðarleikann sem birtist
í svona framkomu."
Ég sagði Erenburg, að fáir amerískir rit-
höfundar og útgefendur myndu mæla bót
svona hegðun eins og hann hefði lýst. En
ég spurði hann livort ekki væri hugsanlegt
að um einhvern misskilning hefði verið að
ræða, því að þessi ákæra hans væri mjög
alvarleg.
„Eg er ekki að setja fram neina ákæru,“
sagði hann vingjarnlega. Ég er að reyna að
segja frá því sem gerðist og benda á sum
þau vandkvæði sem eru á því að bæta
menningarleg samskipti landa okkar. En ég
er ekki sár. Eins og ég sagði áðan ætti eng-
inn að gerast rithöfundur ef hann getur
ekki tekið vonbrigðum eða jafnvel persónu-
legum meiðingum."
I sambandi við menningarleg samskipti
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna kvaðst ég
þess fullviss, að Erenburg væri kunnugt
um óánægju amerískra rithöfunda vegna
þess að bækur þeirra eru mjög oft gefnar
út í Sovétríkjunum án leyfis. Ég lagði á
það áherzlu að ég væri ekki að vekja máls
á þessu til mótvægis því sem hann hefði
verið að segja um reynslu sína af viðskipt-
um við amerískan útgefanda. Fyrir rúmu
ári, sagði ég, hefði Adlai Stevenson fylkis-
stjóri vakið máls á spurningunni um út-
gáfurétt og höfundalaun fyrir amerískar
75