Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 24
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
austan stafar í rauninni einungis af
því, að kapítalisminn er gróinn í sessi
og hefur því ráð á því að hafa slakara
taumhald á þegnunum heima fyrir
(vel að merkja ekki í nýlendum eða
þar sem áhrif hans eiga í vök að verj-
ast). En sósíalisminn er hinsvegar
enn á byrjunarskeiði og hefur til
þessa dags þurft að einbeita öllum
kröftum sínum að ákveðnu marki;
hann hefur sízt af öllu getað hvílt á
lárviðarlaufi gamallar menningar. En
viðmiðunin er tvímælalaust kommún-
istum hagstæð, því með hverju ári
rýmkast skoðanafrelsið í Sovétríkj-
unum, en þrengist að sama skapi í
„hinum frjálsa heimi“ (sbr. valda-
töku einvaldans De Gaulle í Frakk-
landi) og einnig á „verndarsvæðum“
og í nýlendum „málsvara frelsisins“
(sbr. Suður-Afríku).
Jafnframt mættu vestrænir rithöf-
undar verða sér þess vísari, með
hverskonar hugtakafölsun borgararn-
ir hafa ruglað saman reitum sínum
við hugmyndir þeirra, — og að ein-
staklingshyggja og andlegt frelsi er
sitt hvað:
að einstaklingshyggjan er afsprengi
borgaralegrar menningar, og hlýtur
að úreldast með henni; að eftir því
sem tækniþróuninni fleygir fram og
störf og menntun þjóðfélagsþegnanna
verða margbrotnari og sérhæfðari,
verður æ augljósari þörf samvirkra
þjóðfélagshátta, og sérgildi einstakl-
ingsins minnkar að sama skapi. (Það
er timanna tákn að hugtakið „fjöl-
skylda þjóðanna“ er okkur ekki leng-
ur fjarstæða);
að krafan urn andlegt frelsi er sí-
gild og á sízt betur heima í kapítal-
ísku en kommúnísku þjóðfélagi; að
hún er alþjóðleg og eilíf, og að það
verður sífellt að bera hana fram við
alla valdhafa, hverju nafni sem þeir
nefnast.
Engum er ljósara en rithöfundum
hve ófrjótt og hættulegt það er að
reisa skorður við andlegu frelsi. En
hitt er vestrænum rithöfundum tæp-
lega jafn ljóst, að það er jafnvel enn
hættulegra ef rithöfundar taka sjálfir
að reisa skynsemi sinni skorður af
hleypidómum eða persónulegu stolti
fyrir hönd stéttar sinnar; ég á við ef
þeir mikla svo fyrir sér timabundna
frelsisskerðingu stéttarbræðra sinna í
alþýðuríkjunum, að þeir sjái ekki þá
staðreynd að með hinni hraðstígu
uppbyggingu sósíalismans er verið að
leggja grundvöll að nýrri og miklu
víðtækari menningu og andlegu frelsi
en auðvaldsheimurinn er fær um að
skapa þegnum sínum.
Þegar öll sjónarmið hafa verið lok-
uð úti önnur en þau, að berjast gegn
kommúnismanum, — að stemma
stigu við félagslegri þróun, sem tröll-
stíg iðnvæðing gerir nauðsvnlega, og
ganga í því skyni í bandalag við ný-
lendustórveldi og arðræningja (elleg-
ar halda að sér höndum í neikvæðum
óttal, þá fara mannúðarhugsjónir rit.
14