Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR gáfu. Banninu var aflétt. Martinov hafði fengið uppreisn. Hann hafði haldið velli þrátt fyrir hinar gömlu aðfinnslur að hann væri torskilinn og einrænn. Og smám sam- an eignaðist hann hóp lesenda. Eins og ég segi, ég hef nokkra von.“ Meðan Erenburg var að tala um hve nýj- ar hugmyndir eða ný tjáningarform geta átt örðugt uppdráltar, virti ég fyrir mér hið fjölbreytilega safn nútíma málaralistar í íbúð hans. Ég hafði einhvers staðar heyrt, að hann ætti sennilega stærst safn nútíma málverka í einkaeign í Sovétríkjunum, og ennfremur að fáir menn í Evrópu ættu fleiri málverk eftir Picasso á veggjum sínum. „Finnst yður gæta sömu andúðar á mál- urum eins og Picasso og einu sinni gætti gagnvart skáldum eins og Martinov?" spurði ég. Ilja Erenburg renndi augunum um veggi ]mr sem málverk og teikningar Picassos héngu. „Dásamlegur málari, Picasso," sagði hann af innilegri sannfæringu. „Dásamleg- ur maður. Eg hafði lengi fundið til þess að verk hans voru ekki nægilega skilin eða metin hér. Fyrir nokkru var ég svo lánsam- ur að geta komið á fót meiriháttar sýningu fyrir hann í einum stærsta málverkasal Moskvuborgar. Hvernig brugðust rússnesk- ir listdómendur við listrænum hugmyndum hans og abstraksjónum? Sýningunni var forkunnarvel tekið. Hún var framlengd. Nærri 600.000 manns sáu hana. Svo send- um við hana til Leníngrad og þar komu 500.000 manns að sjá hana. Þetta var ákaf- lega uppörvandi þegar þess er gætt, að sum- ir spáðu því, að Sovétborgarar myndu aldr- ei geta lært að meta list Picassos." Eg sagði Erenburg, að mér þættu þessi orð hans sérstaklega athyglisverð með til- liti til þeirrar staðreyndar, að mér virtist rússneska byltingin hefði nær eingöngu látið sín getið á sviði stjórnmála og félags- mála. Hún virtist bundin við þessi sérsvið, ef dæma mætti af þeirri myndlist og bygg- ingarlist sem fyrir augun bæri. Nýjar bygg- ingar væru flestar í hefðbundnum stíl; þunglamaleg skreytilist. Viðurkenna hæri þörfina á því að byggja sem mest á sem skemmstum tíma, en þó mætti spyrja hvort svona mikil íhaldssemi væri nauðsynleg. Gler, opin svæði og djarfar, beinar línur, sem valdið hafa byltingu í byggingarlist víða um heim, virtist nærri óþekkt. Liti Erenburg á það sem þversögn, að þjóð skuli vera svona byltingarsinnuð á einu sviði, en íhaldssöm á öðru? Aftur tók hann upp sígarettu, kveikti í henni og sogaði hægt að sér reykinn. „Margt leitar á liugann þegar þér spyrjið þessarar spurningar," sagði hann. „Fyrst skulum við tala um ástandið almennt frá sögulegu sjónarmiði, svo skulum við tala um málaralist og síðan um byggingarlist. Fyrst ástandið almennt: Þér talið um byltingu sem takmörkuð er við sérstök svið. Það er ef til vill erfiðara að breyta menn- ingarháttum en stjórnarháttum. Það tekur ekki langan tíma að breyta stjórnarfyrir- komulagi. Sumar þjóðir hafa gert það á fáeinum vikum, jafnvel mínútum. Að breyta efnahagskerfi tekur ef til vill tíu ár eða meira. En að breyta mannlegri skynjun og að breyta mæti sem er grundvöllur menn- ingar — það tekur langan, langan tíma. Ef þróttmikil nútímamyndlist hefnr ekki blómgazt hjá okkur, þá er ástæðan ekki sú, að okkur skorti listamenn með hæfileika og vilja í þá átt. Sönnu nær væri að leita henn- ar í þeirri staðreynd, að það tekur langan tíma að skapa andrúmsloft þar sem hægt er að meta rétt og skilja þessa tegund listar. Viðbrögð fólksins við myndum Picassos eru uppörvandi því að þau sýna að hæfileiki þess til að meta list liefur þroskazt. Það er heldur ekki alveg rétt að segja, að í málaralist höfum við verið harðlokaðir 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.