Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 47
UPPSKERA LYGINNAR ,,Já, og ég hef enga ástæðu til að rengja orð hennar.“ „Nei, náttúrlega ekki. Ég verð að hiðja þig að fyrirgefa, ég er að flýta niér.“ Svo kvaddi ég hana með handabandi og sagði: „Ég sé þig bráðum.“ Að þessu samtali enduðu var ég sannfærður um, að Bessi hefði ekki dáið af blóðtappa. Líklega hafi hann kálað sér, og ég tók nú upp lævíslegar njósnir um dauðamein hans. Ég fór víða um bæinn og leitaði uppi hina og þessa, sem mér var sagt að hefðu verið kunnugir á heimili Bessa. Eftir mikla vafninga heppnaðist mér að grafa upp fulla vissu fyrir, að Bessi hefði fyrirfarið sér, og eftir því sem ég komst næst, hefði hann drepið sig á eitri, en menn gátu ekki sagt mér hvers konar. Seinna fekk ég pata af því, að Bessi hefði ekki drepið sig á eitri. Þá hóf ég nýjar eftirgrennslanir um aðferðir hans. Þær báru þann árangur, að hann hefði annaðhvort skorið sig á háls í baðkerinu eða hengt sig í geymslunni í kjallaranum. Lengra komst ég ekki, hvernig sem ég reyndi. Mér varð oft hugsað um örlög Bessa. Hvernig stóð á því, að hann tók sér ófarir Kristjóns svona nærri, þótt slæmar væru og þeir miklir vinir? Efalaust hefur hann kennt sjálfum sér að nokkru leyti um að svona fór, þó að hann reyndi að skella á mig allri skuldinni. En það er samt fremur sjaldgæft í vorum sjálfsréttlætingaheimi, að menn láti svona brellur við náungann ónáða sam- vizku sína, jafnvel þó að náunginn sé góður vinur. Var Bessi veiklaður fyrir? Eða sat eitthvað eftir í honum af siðgæðiskröfum konnnúnismans, sem reif sig upp á yfirborðið og unni honum engrar hvildar, þó að hann væri búinn að þjóna öðru siðalögmáli í tólf ár? En hvernig skyldi nú Bessa skinninu líða? Tvímælalaust illa. Sjálfsmorð- ingjum líður alltaf illa svo og svo lengi eftir dauðann. Það sýnist vera lögmál náttúrunnar. Og hann gengur vafalaust aftur. Menn sem sjálfir týna lífi sínu ganga ævinlega aftur. Bara að hann leiti mig nú ekki uppi. Ekki löngu seinna fór ég að heyra héðan og þaðan sögur af miklum ókyrr- leikum í liúsi Bessa heitins. Ég hef alla ævi lagt eyrun að slíkum hlutum. En ég trúi aldrei reimleikasögu fyrr en ég hef fengið óyggjandi rök fyrir henni. Og nú var það áhugi minn á þess konar furðum og forvitnin um afdrif Bessa í eilífðinni, sem ráku mig til að fræðast um, hvað væri á seyði í húsi hans. En það getur verið ótrúlega erfitt að ná sögu sannri af reimleikum í húsi. Sumum þykir skömm að láta það berast út að þeir búi undir þaki með draug- um, sem þeir kalla. Aðrir óttast að húsið falli í verði eða yrði jafnvel óseljan- legt, ef þeir vildu selja. Og svona var það með hús Bessa. Ég átti í miklum vafningum með að ná skröklausum frásögnum af reimleikunum. Ég varð að leggja á mig göngur frá 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.