Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 68
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
og fyrnskutýgjum og hinir gömlu,
sem báru slíkt ungt og óslitið, meðan
þeir og allir á slíkt trúðu?“ segir hann
í bréfi til Hannesar Hafsteins 1884.
(Bréj til //. //., bls. 34.) Hið furðu-
lega hleypidómaleysi Matthíasar Joc-
humssonar og áhrifanæmi ollu því, að
hann gat fagnað boðskap þessa rót-
tæka og guðlausa Gyðings án þess þó
að falla hátigninni til fóta. Og fyrir
þá sök gerðist Matthías Jochumsson
einn íslenzkra skálda og mennta-
manna til þess að fagna VerSandi-
mönnum, fyrstu vorboðum realism-
ans á íslandi og hinum íslenzku læri-
sveinum Brandesar.
Réttum áratug eftir að Matthías
Jochumsson hafði hlýtt á boðskap
Brandesar í Kaupmannahafnarhá-
skóla birtist lítið rit, Verðandi, gefið
út af fjórum ungum íslenzkum stúd-
entum í Kaupmannahöfn, Bertel Ó.
Þorleifssyni, Einari Hjörleifssyni,
Gesti Pálssyni og Hannesi Hafstein.
Varla mundi Verðandi nú standast
strangan listdóm: Kærleiksheimili
Gests og kvæði Hafsteins bera kverið
uppi, báðir bæta þeir í rauninni litlu
við sig síðar, kviðlingar Bertels gera
ekki í blóðið sitt og saga Einars Hjör-
leifssonar vekur ekki grun um skáldið
Kvaran sem síðar varð. En kverið er
engu síður merkilegt fyrir hinn nýja
tón, sem hér hljómar í íslenzkum bók-
menntum. Og presturinn í Odda
skynjaði þennan nýja tón og gekk
fram fyrir skjöldu til að segja þjóð-
inni frá hinum nýju söngfuglum í
garði hennar. Matthías skrifaði grein
um rit hinna ungu manna í blaðið
Fróða, 31. júlí 1882, og fagnaði þeim
af meiri feginleik en títt er, þegar ung
og óþekkt skáld eiga í hlut: „Ný
stefna og stíll er að smá ryðja sér til
rúms í tíðinni, sem helzt vill tala og
skrifa meira opinskátt ... Uppeldi
þjóðar vorrar í einurð og drengskap
er enn í bernsku og barndómi, i
breytni, ræðum og ritum bólar ávalt
á öðru hvoru, hráa eða hræsni, sönn
einurð, sannarlegt frjálslyndi og sönn
siðferðis menntun er enn fátíð, alltof
fátíð í landi voru.“ Hann býst við að
eldri kynslóðinni muni ekki þykja
mikið til Verðandi koma, en „allur
þessi litli bæklingur gleður mig, því
hann spáir einhverju nýju, til endur-
næringar“. Matthías minnir sína sila-
legu landa á það, að „flest öll stór-
virki veraldarinnar eru unnin af ung-
um „vitleysingjum“, sem þeir eldri
menn svo kalla, eða að minnsta kosti
með þeirra hjálp.“ Og hann hug-
hreystir hina ungu útgefendur ritsins
með jjeim orðum, að „flestir menn,
sem í sannleika einhverntíma liafa
ungir verið, fella seint fjörið, og hver
sá, sem ungur elskar hið sanna, fagra
og góða, verður aldrei andlega örvasa
og kafnar aldrei í eldhúsreyk ólundar
og oddborgaraskapar."
Höfuðskáld íslenzku þjóðarinnar
hafði fagnað hinum ungu realistum,
en fáir aðrir tóku undir orð hans. En
58