Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 68
TIMARIT MALS OG MENNINGAR og fyrnskutýgjum og hinir gömlu, sem báru slíkt ungt og óslitið, meðan þeir og allir á slíkt trúðu?“ segir hann í bréfi til Hannesar Hafsteins 1884. (Bréj til //. //., bls. 34.) Hið furðu- lega hleypidómaleysi Matthíasar Joc- humssonar og áhrifanæmi ollu því, að hann gat fagnað boðskap þessa rót- tæka og guðlausa Gyðings án þess þó að falla hátigninni til fóta. Og fyrir þá sök gerðist Matthías Jochumsson einn íslenzkra skálda og mennta- manna til þess að fagna VerSandi- mönnum, fyrstu vorboðum realism- ans á íslandi og hinum íslenzku læri- sveinum Brandesar. Réttum áratug eftir að Matthías Jochumsson hafði hlýtt á boðskap Brandesar í Kaupmannahafnarhá- skóla birtist lítið rit, Verðandi, gefið út af fjórum ungum íslenzkum stúd- entum í Kaupmannahöfn, Bertel Ó. Þorleifssyni, Einari Hjörleifssyni, Gesti Pálssyni og Hannesi Hafstein. Varla mundi Verðandi nú standast strangan listdóm: Kærleiksheimili Gests og kvæði Hafsteins bera kverið uppi, báðir bæta þeir í rauninni litlu við sig síðar, kviðlingar Bertels gera ekki í blóðið sitt og saga Einars Hjör- leifssonar vekur ekki grun um skáldið Kvaran sem síðar varð. En kverið er engu síður merkilegt fyrir hinn nýja tón, sem hér hljómar í íslenzkum bók- menntum. Og presturinn í Odda skynjaði þennan nýja tón og gekk fram fyrir skjöldu til að segja þjóð- inni frá hinum nýju söngfuglum í garði hennar. Matthías skrifaði grein um rit hinna ungu manna í blaðið Fróða, 31. júlí 1882, og fagnaði þeim af meiri feginleik en títt er, þegar ung og óþekkt skáld eiga í hlut: „Ný stefna og stíll er að smá ryðja sér til rúms í tíðinni, sem helzt vill tala og skrifa meira opinskátt ... Uppeldi þjóðar vorrar í einurð og drengskap er enn í bernsku og barndómi, i breytni, ræðum og ritum bólar ávalt á öðru hvoru, hráa eða hræsni, sönn einurð, sannarlegt frjálslyndi og sönn siðferðis menntun er enn fátíð, alltof fátíð í landi voru.“ Hann býst við að eldri kynslóðinni muni ekki þykja mikið til Verðandi koma, en „allur þessi litli bæklingur gleður mig, því hann spáir einhverju nýju, til endur- næringar“. Matthías minnir sína sila- legu landa á það, að „flest öll stór- virki veraldarinnar eru unnin af ung- um „vitleysingjum“, sem þeir eldri menn svo kalla, eða að minnsta kosti með þeirra hjálp.“ Og hann hug- hreystir hina ungu útgefendur ritsins með jjeim orðum, að „flestir menn, sem í sannleika einhverntíma liafa ungir verið, fella seint fjörið, og hver sá, sem ungur elskar hið sanna, fagra og góða, verður aldrei andlega örvasa og kafnar aldrei í eldhúsreyk ólundar og oddborgaraskapar." Höfuðskáld íslenzku þjóðarinnar hafði fagnað hinum ungu realistum, en fáir aðrir tóku undir orð hans. En 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.