Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 59
H VITRAMANNALAND
Atlantshaf og komust til Færeyja, ís-
lands og að öllum líkindum einnig til
Grænlands og Ameríku, og á hinn
bóginn er við þær aukið hugmyndum
úr kristnum bókmenntum Evrópu.
Hér á því svipað við og um íslenzkar
frásagnir af Vínlandi, að innlendar
frásagnir og útlendur lærdómur hafa
orðið sagnahöfundum að yrkisefni.
2
I Eiríks sögu rauða og Landnáma-
bók er getið um Hvítramannaland.
Þótt freistandi sé að ætla, að sam-
band sé á milli þess og Hvítramanna-
lands í írskum sögum (Tír na bhFer
bhFionn), verður hér leitazt við að
skýra uppruna nafnsins á annan veg.
Um irsk áhrif á íslenzkar sögur verð-
ur bezt að fara varlega. Engar heim-
ildir eru fyrir því, að íslendingar hafi
nokkurn tíma verið læsir á írsku,
enda væri slíkt ósennilegt. Hins vegar
má vel A'era, að einstök atriði hafi
borizt munnlega frá írlandi og slæðzt
inn í íslenzkar sögur. Og enn verður
að gera ráð fyrir því, að latnesk rit
um írsk efni hafi getað borizt til ís-
lands. Þegar er getið um Brendans
sögu. Hugsanlegt er, að frásögn Njálu
af Brjánsbardaga styðjist við Brjáns
sögu, sem sennilega hefur þegið ná-
kvæmar lýsingar af bardaganum úr
riti á latínu.
Frásögn Eiríks sögu af Hvítra-
mannalandi er á þá lund, að þeir
Karlsefni og félagar hans koma til
Marklands á leið sinni frá Vínlandi.
Þar finna þeir Skrælinga, taka tvo
sveina þeirra, kenna þeim mál og
skíra þá. Um Skrælingasveinana seg-
ir síðan í sögunni: „Þeir sögðu þar
liggja land öðrum megin, gagnvart
sínu landi, er þeir menn byggðu, er
voru í hvítum klœðum og báru stang-
ir fyrir sér, og voru jestar við jlíkur
og œptu hátt, og cetla menn, að það
haji verið Hvítramannaland eða ír-
land hið mikla.“
Það má heita furðu mikil trúgirni,
þegar fræðimenn á vorum dögum
telja frásögn þessa vera trausta heim-
ild um kynni þeirra Karlsefnis af íbú-
um Ameríku. Hugmyndin, sem hér
kemur fram um Hvítramannaland,
mun vera af allt öðrum toga, eins og
síðar verður rakið. En áður en það
verði gert, er rétt að hyggja að frá-
sögn Landnámabóka.
Kafli sá, sem fjallar um landnám á
Reykjanesi við Breiðafjörð, gerir
fyrst grein fyrir Úlfi skjálga, sem nam
þar land, og síðan segir af afkomend-
um hans um nokkra ættliði. Sonur
Ulfs var Atli hinn rauði, sem var fað-
ir Más, föður Ara. Allir bjuggu þeir
feðgar á Reykhólum, og jörðin hélzt
í ætt þeirra um beinan karllegg fram
á daga Ingimundar Einarssonar,
prests og rithöfundar, sem þar bjó á
fyrra hluta 12. aldar. Þeir hngfeðgar
voru goðorðsmenn, en Ingimundur
gaf goðorð sitt Þorgilsi Oddasyni.
Ari Másson mun hafa verið uppi á
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
49
4