Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 75
UMSAGNIR UM BÆKUR En við skulum vona, að skáldið reynist slakur spámaður og dauðageigurinn víki ögn úr verkum þess í framtíðinni. Þórariim Guðnason. Einar H. Kvaran: Mannlýsingar. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1959. ókin er gefin út í tilefni af aldarafmæli Einars H. Kvarans og er þar safnað saman greinum hans um tíu samtíðarmenn (mest eftirmæli), en að auki er fyrirlestur um þrjár frægar konur í Islendinga sögum, minningar höfundar úr lærða skólanum og útvarpserindi lians á 75 ára afmæli sínu. Tómas Guðmundsson hefur ritað formála og „Nokkur orð um Einar H. Kvaran". í formála segir m. a.: „Oðru efni úr ræðum og ritgerðum Einars H. Kvarans verður væntaulega gerð nokkur skil innan tíðar, í sams konar bindi og þessu, og mun þá um leið verða vikið að blaðamennsku hans og skiptum af almennum málum.“ Utgáfa þessa ritgjörðasafns hlýtur að vera fagnaðarefni öllum þeim sem áhuga hafa á íslenzkum bókmenntum og andlegri menn- ingu, hvort sem þeir hafa lesið þær flestar eða allar áður eða lesa þær nú í fyrsta skipti. Þær hafa á síðari áratugum verið allt annað en aðgengilegar öllum þorra manna þar sem þær hafa flestar aðeins verið til á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Greinirnar eru misjafnlega langar og rækilegar, — misjafnlega mikið unnar — eins og við er að búast, en ósvikin nautn er að þeim öllum. En ef ég væri beinlínis spurður hvort þarna væri nokkur grein sem gæti talizt óþarfi að taka upp í þetta safn, mundi ég aðeins geta nefnt „Skapstórar konur“, sem er „alþýðuerindi" um söguper- sónur í Njálu og Laxdælu, þær Hallgerði og Bergþóru og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Það kemur af því að mér virðist sálfræðileg at- hugun á atferli þessara kvenna ekki eiga að grundvallast á því sjónarmiði að þessar sögur séu að meira eða minna leyti sagn- fræðileg verk. En ég efa ekki að þessi fyrir- lestur hefur þótt snjall á sínum tíma og veit að mörgum mun enn virðast svo. Mannlýsingar Einars H. Kvarans munu aldrei falla í gildi. Þær voru óviðjafnanleg- ar á sínum tíma og hljóta ávallt að verða taldar með því bezta sem ritað hefur verið af því tagi á íslenzku. Ég þarf ekki að rök- styðja þessar fullyrðingar því að þetta er augljóst öllum sem lesið hafa. En ef telja ætti upp allt sem veldur því að lesturinn verður andleg nautn nægði ekki það rúm sem ritdómi er ætlað. En fyrst yrði að nefna mál og stíl, — þetta lipra og eðlilega og auðuga málfar, — en án málskrúðs eða sér- vizku. Það er sérstakt yndi að lesa þetta nú á tímum þegar svo margir fást við að skrifa en svo fáir kunna þá list að orða hugsanir sínar blátt áfram og eðlilega. Mættu þeir læra af Einari H. Kvaran að það er hægt að læra og lesa erlendar tungur, meira að segja lifa og starfa árum saman meðal annarra þjóða, án þess að gleyma tungutaki móður- niálsins. Höfuðeinkenni stílsins er að hann leynist en er samt auðþekktur, — lætur lít- ið yfir sér en hittir í mark. Tómas Guð- mundsson drepur á þetta í inngangsgrein sinni um E. H. K. Þar og annars staðar í grein Tómasar er margt vel sagt um Einar og rit hans og list, en ofmælt er að Einar hafi kunnað „til hlítar þá list að láta frem- ur vansagt en ofsagt". Sanni nær virðist að segja að honum hafi einmitt liætt til að fjölyrða þegar sízt skyldi. Ég er ekki að segja að mikið beri á þessum veikleika í þeim greinum sem hér er um að ræða, en svo að ljóst sé hvað ég á við má nefna hug- leiðingarnar á eftir frásögninni af viðræðu Guðrúnar og Bolla sonar hennar, — sem hefjast með orðunum: Slík sár græðir eng- TÍMARIT MÁLS OC MENNINGAR 65 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.