Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 15
HANNES SIGFUSSON
Bókmenntir í blindgötu
i
yrir tæpu ári var ég beðinn að
skrifa grein í ónefnt tímarit um
skáldsagnagerð á Skandinavíu 1958.
Mér varð fljótlega Ijóst að efnið var
of yfirgripsmikið til að hægt væri að
gera því skil í stuttri grein, þessvegna
klauf ég þriðjunginn af og tók fyrir
norskar skáldsögur, en þeim er ég
kunnugastur. Brátt kom þó á daginn
að efnið hjaðnaði í höndum mér, unz
ég stóð eftir með tvær hendur tómar,
eða því sem næst. Ég sá fram á að ef
nokkuð yrði úr greininni myndi hún
verða safn fúkyrða um slæmsku
norskra bókmennta þess árs, þess-
vegna hætti ég við hálfnað verk.
Nú tek ég hinsvegar þráðinn upp
að nýju, vegna þess að við nánari at-
hugun þykir mér dæmi norskra skáld-
sagna 1958 varpa nokkru ljósi á hina
almennu niðurlægingu vestrænna
hókmennta nú hin síðari ár. Það má
ef til vill segja, að heppilegra væri að
beina athyglinni að bókmenntum
stórþjóðanna, Bandaríkjanna, Frakk-
lands og Englands, — að kjarni máls-
ins kæmi þá betur í ljós. Hinsvegar
standa norskar bókmenntir okkur ís-
lendingum nær, þær eru verk smá-
þjóðar sem á við svipuð vandamál að
glíma og við, og kynni því að vera að
finna mætti nokkurn jöfnuð með
þeim og íslenzkum samtímabókmennt-
um; jafnframt því sem skáldsagna-
gerð Norðmanna er nokkuð trúverð-
ug spegilmynd af andlegri reisn vest-
rænna rithöfunda í dag.
Einnig mætti kannski spretta fingr-
um að því, að ég leyfi mér að draga
almennar ályktanir af bókmenntaaf-
urðum aðeins eins árs, 1958. En að
mínu viti eru norskar skáldsögur þess
árs ekki einangrað fyrirbæri, auk þess
sem ég hef fyrir því prentuð orð
norska bókmenntafræðingsins Mögdu
Koch Thomassen, að þær séu hvorki
betri né verri en tíðkazt hafi þar í
landi á undanförnum árum, þær séu
einmitt mjög einkennandi fyrir öll
eftirstríðsárin. Hún segir ÍVinduet 4.
hefti 19581:
„Því er jafnan haldið fram um okk-
ar tíma, að þeir einkennist af feigðar-
spám, þrúgandi einhæfingu, upplausn
og öngþveiti. Einmanaleiki, ótti og
5