Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 23
BÓKMENNTIR í BLINDGÖTU miða) er að vísu grundvallarsjónar- mið: Það er einstaklingshyggjan. En nú er það svo, að einstaklings- hyggjan er jafnvel ekki einhlítur grundvöllur fyrir samstöðu borgara- stétta og rithöfunda, þar eð borgarar og rithöfundar eiga við tvennt ólíkt þegar um einstaklingshyggju og frelsi einstaklingsins er rætt: Borgararnir eiga við frjálst einstaklingsframtak (frelsi einstaklingsins til að troða öðrum um tær, eins og Sigurður A. Magnússon, bókmenntaráðunautur Morgunblaðsins bendir svo skýrlega á í bók sinni Nýju jötin keisarans), en rithöfundarnir eiga við hið and- lega frelsi einstaklingsins, og þá fyrst og fremst frelsi rithöfundanna til að skrifa eins og þeim býr í brjósti. Það sem sameinar þessi tvö ólíku sjónar- mið (og þá jafnframt þessar tvær stéttir) er sú staðreynd, að í sósíal- istaríkjunum er hvorttveggja frelsið skert, eða öllu heldur: hið fyrra (frelsið til að hafa náungann að fé- þúfu) afnumið með öllu, hið síðara sveigt undir vilja og þarfir ríkisheild- arinnar samkvæmt því lögmáli, að allir þegnar þjóðfélagsins verði að einbeita sér að því að braða uppbygg- ingu sósíalismans sem mest af því hve mikið er í húfi — sjálf tilvera hans og framtíð. Á þennan möguleika til samstöðu hafa borgaraflokkarnir komið auga og miðað allan áróður sinn við hann síðan stríði lauk. Af samruna þess- ara tveggja ólíku sjónarmiða hafa þeir síðan skapað hugtakið „Hinn frjálsi heimur“ og tekizt að gera úr því syntesu menningarlegrar og sið- gæðislegrar heildar. En þeir hafa jafnframt gætt þess vandlega, að skil- greina ekki hugtakið allt of vel, því það hefði getað orðið þeim hættulegt. Þeir hafa það t. d. ekki í hámælum, að í Bandaríkjunum, sem er hinn föðurlegi „málsvari og verndari hins frjálsa heims“, er skoðanafrelsið tak- markað við það, að maðurinn sé ekki kommúnisti, að í Frakklandi eru sannar frásagnir af hryðjuverkum Frakka í Alsír bannaðar og þau blöð gerð upptæk sem þær flytj a, að í Þýzkalandi er konnnúnistaflokkurinn bannaður, svo og Grikklandi og ýms- um öðrum „Iýðræðisrikjum“; ekki hamra þeir heldur á því daglega hvernig hinu andlega frelsi er varið í nýlendunum og á „verndarsvæðum“ hinna frelsiselskandi stórvelda. Og þeir varast eins og heitan eldinn að benda á það, sem þó liggur í augum uppi, að þau skilyrði sem kapítalist- ar setja fyrir andlegu frelsi eru að eðli nákvæmlega hliðstæð (þó and- stæð séu frá pólitísku sjónarmiði) þeim skilyrðum er konnnúnistar setja fyrir andlegu frelsi, — að því sé ekki beitt til að kollvarpa hinu ríkjandi hagkerfi eða draga úr viðgangi þess. Rithöfundum mætti að ósekju vera ljósar en þeim er nú, að stigmunurinn á andlegu frelsi hér vestan „tjalds“ og 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.