Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 38
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Bessi svaraði engu og glotti niður fyrir sig. Við vorum komnir að suð-
austurhorninu á kirkjugarðinum, þar sem vegir okkar skildu.
Þessi frásögn Bessa af drykkjuskap og skattsvikum Kristjóns, ef ekki mút-
um og hlutdeild í smygli, hafði mjög sterk áhrif á mig. Ég reiðist alltaf sjálfum
mér, þegar menn sem ég þekki, reynast ver en ég hef þótzt sannfærður um, að
þeir myndu reynast. Mér finnst ég hafi verið heimskur að sjá ekki dýpra inn
í þá, og heimska er sú vöntun, sem ég á erfiðast með að sætta mig við í fari
mínu. Ég hafði lifað í þeirri fögru trú, að Kristjón væri bindindissamur og
frómur í viðskiptum við mannlífið. Ég áfelldist hann samt ekki svo mjög, sem
sumir myndu halda, sem muna þessa skikkanlegu tíma og viðbjóð minn á
drykkjumönnum og tollsvikurum. Ég skellti skuldinni á siðleysi kapítalismans,
sem hefði gert góðan dreng að þessari skepnu.
Þegar ég heimsótti kunningja mína á kvöldin, voru þeir oft vanir að segja:
„Segðu nú eitthvað skemmtilegt!“ Þá sagði ég þeim gjarnan sögu Bessa af
Kristjóni rakara, og ég dró það ævinlega skýrt fram í frásögn minni, að það
væri auðvaldsskipulagið, sem ætti höfuðsökina á niðurlægingu Kristjóns, og
mér fór að þykja vænt um, að svona skyldi hafa farið fyrir honum. Eg fór að
líta á hann sem velgerðamann sósíalismans og verk hans sem óvefengjanlegan
dauðadóm yfir þjóðfélagi, sem drægi menn svona niður í skítinn. „Þetta er
þjóðfélag þjófa og ræningja,“ sagði Bessi.
Þannig breiddist sagan af Kristjóni smám saman út um allan bæ, og hann
varð kærkomið umtalsefni í fjölda húsa, einkanlega þar sem fólk leið af skorti
á efnivið til vandlætinga. Ég fór nú að heyra söguna hér og þar utan að mér
og rak mig á, að ýmsir sögðu hana ýtarlegar en Bessi. Margir fullyrtu, að
húsið væri ekki eitt, sem hann sviki undan skatti, heldur vær þau tvö og annað
stæði niðri í Blesagróf. Ollu viskýinu, sem hann drykki, væri smyglað inn með
íslenzku skipunum. Þar að auki væri það á margra vitorði, að hann laumaði
inn í landið fyrir framan augun á tollskoðuninni miklu af snyrtivörum og
seldi þær hárgreiðslustofum og rökurum með góðum ábata. Ennfremur var
fullyrt, að hann væri í helmingaskiptum við Thorolf Manbú um ólöslent
kvennafar á Hótel ísland og úti í vissum skipum á höfninni, en Manbú hefði
gert reisu vestur um haf til að kynna sér nýjungar í þess konar viðskiptum, þó
að leynt færi. Og þá sögu heyrði ég konur segja hér og þar úti um bæ, að
Kristjón hefði átt króa fram hjá konunni með dækju ofan af Akranesi, sem
hann hefði svo sent til Kaupmannahafnar til að fæða ungann, og frá henni
hefði ekkert frétzt síðan. Og nú héldi hann við skepnu vestan úr Ólafsvík og
konan hans væri lögzt í rúmið út af háttalagi hans.
28