Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 63
HVÍTRAMANNALAND en þá hrakti vestur í haf og síðan í útsuður. Loks korna þeir að miklu landi, þar sem menn eru mæltir á írsku. Islendingarnir eru teknir hönd- um, og sumir írarnir vildu láta drepa þá og aðrir gera þá að þrælum. En þá skerst höfðingi þeirra, gamall maður. í leikinn og lætur þá sleppa burtu. Höfðingi þessi var í rauninni Björn Breiðvíkingakappi. Hér er málum háttað á þann veg, að frásögnin virð. ist styðjast við trausta arfsögn. Eðli- legast er að hugsa sér þetta svo, að Björn hafi setzt að einhvers staðar á Vestur-írlandi, fjarri stöðvum nor- rænna manna, og þar hafi Breiðfirð- ingar fundið hann. En írland og hinir írskumælandi hlutar Skotlands voru íslendingum á 12. öld býsna fjarlæg lönd, og því áttu þau hægt með að færast í áttina til Vínlands, ef sagna- mönnum þótti slíkt sögulegra. 4 Höfundur Eiríks sögu hefur fært sér í nyt orðaleik Ingimundar um Hvítramannaland og írland hið mikla án þess að gera sér grein fyrir merkingu hans. Ingimundur lætur það fylgja með sögu sinni, að Hvítra- mannaland sé kristið, því að Ari var skírður þar. Slíkt átti að sjálfsögðu vel við um Skotland á 9. öld, þar sem kristni var þá orðin alda gömul. En höfundur Eiríks sögu hefur hugann hálfan við lýsingar á kynjalöndum í lærdómsritum miðalda. Hann hefur eflaust einnig þekkt lýsingar á Al- baníalandi í Asíu. I þeim kafla, sem segir frá Hvítra- mannalandi í Eiríks sögu, er einnig vikið að kynjalandinu Einfætinga- landi. Sú lýsing er sótt til útlendra lærdómsrita, og má benda á til sam- anburðar við Eiríks sögu eftirfarandi málsgrein í kaflanum um margháttað- ar þjóðir, sem varðveittur er í Hauks- bók. Að sjálfsögðu er kafli þessi þýð- ing, og hljóðar hann á þessa lund: „Einfætingar hafa svo mikinn fót við jörð, að þeir skyggja sér í svefni við sólu. Þeir eru svo skjótir sem dýr og hlaupa við stöng.“ Freistandi væri að ætla, að lýsing Eiríks sögu á íbúum Hvítramannalands stafi að nokkru leyti frá þessu, samanber það, sem segir um Hvítramannaland, að íbú- arnir báru stangir fyrir sér. En auk þess, sem hinar kynjafullu lýsingar lærdómsrita á einfætingum hafa haft áhrif á lýsinguna á Hvítra- mannalandi, ber Eiríks saga þeirra enn gleggri merki i frásögninni af Einfætingalandi. Óþarft er að rekja slíka frásögn til Rauðskinna, því að höfundur Eiríks sögu hefur haft fyrir sér lýsingar á einfætingum í íslenzk- um þýðingum útlendra landfræðirita, eins og þegar er frá sagt. Einfæting- arnir í Eiríks sögu eru fráir á fæti, eins og nöfnum þeirra er lýst í land- fræðiritum útlendum og fram kemur í þýðingunni hér að framan. Það er ef til vill ekki að öllu leyti 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.