Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 19
BÓKMENNTIR í BLINDGÖTU
hetjuna að rótlausum flóttamanni á
jörð. Þessi frásagnarháttur var bendl-
aður við „dybde-psykologi“ (djúp-
sálarfræði) og þótti mjög merkileg-
ur, enda í tízku í Noregi og víðar fyrir
heimsstyrjöldina. Hann mun hafa átt
rætur í Freudismanum. Yfirleitt var
fagnaðarerindi þessara höfunda mjög
borgaralegt og einfalt: frelsi bældra
hvata —- og þá einkum frjálsar ástir.
A styrjaldarárunum urðu hinsveg-
ar brýnni vandamál efst á baugi. En
Sandemose hafði fest rætur í tímanum
fyrir styrjöldina, og nú skrifar hann
okkur þaðan um vandamálin: Enn
eru það bældar bvatir, illkvittni, ná-
búakritur, sem eru ógæfa mannkyns-
ins, og frjálsar ástir hið guðdómlega
lausnarorð. (Á því herrans ári
1958!)
I Varulven er þríhyrningurinn
eilífi (hjón og friðill) dæmi um hið
fullkomna mannlíf, umkringt af
„jantemennesker“, illgirni og öfund.
Efni bókarinnar er erfitt að rekja,
bún er í rauninni ekki annað en sóp-
dyngja af slúðursögum um „gott“ og
„vont“ fólk, sem lesandinn trúir ekki
nema hálft í hvoru. Loks virðist höf-
undurinn gera sér ljóst að sálfræði-
legur skáldskapur án félagslegra
tengsla sé dálítið út í hött og reynir
að bjarga skáldsögunni með því að
gefa í skyn að fyrrverandi nazistar
verði kvensöguhetjunni að bana, en
þá kemur á daginn að lesandinn bef-
ur aldrei trúað því almennilega að
þessi kvenpersóna væri lifandi, og
drama sögunnar rennur þar með út í
sandinn. — Það skal tekið fram,
að þessi hjátrúarfulla saga um frjáls-
ar ástir sem sáluhjálparatriði annars-
vegar, og „varúlfinn“ í mannssálinni
hinsvegar, hefur fengið mjög góða
dóma hjá norskum gagnrýnendum.
14. Sigurd Hoel, sem nú mun vera
talinn öndvegishöfundur Norðmanna,
eftir að Hamsun leið, tekur miklu
tímabærara efni til meðferðar í
skáldsögu ársins 58: Troldringen.
Þetta er saga um hugsjónamann sem
verður að lúta í lægra haldi fyrir
hnausþykkri heimsku meðbræðra
sinna, og er að lokum tekinn af lífi. í
stuttu máli: Ungur maður kemur í af-
skekkta sveit (á afskekktum tíma),
kvænist ríkri ekkju og hefst handa
um jarðræktarframkvæmdir, sem eru
algjör nýlunda í sveitinni. Hann
dreymir um að breyta þessu barðbýla
héraði í blómlega sveit, kenna bænd-
unum til nýrra verka, lyfta þeim á
hærra menningarstig. En bann rekur
sig fljótlega á tregðu manna til að
breyta um lífsháttu, hjátrú þeirra og
tortryggni. Fjársterkur stórbóndi
kann hinsvegar að hagnýta sér þessa
mannlegu breyzkleika og eflir þá gegn
söguhetjunni, sem að lokum bíður
hörmulegan ósigur. Stórbóndinn hef-
ur gildar ástæður fyrir breytni sinni:
hann er umboðsmaður greifa nokkurs
er safnar skógjörðum, og með ófyrir-
leitnum klækjum prettar hann jarð-
9