Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 35
UPPSKERA LYGINNAR „Hann drekkur sig aldrei út úr. Hann heldur sér sona góðglöðum allan dag- inn.“ „Eg hélt hann væri nánast bindindismaður.“ „Það er nú sona. Það er orðin regla hjá honum að drekka eina viskýbokku á dag. Þú sérð að hann er kominn niður fyrir axlir síðan í morgun.“ Þetta þokkalega erindi hefur hann átt inn í kompuna áðan og þess vegna hefur hann velt so kjánalega vöngum, þegar hann byrjaði aftur að klippa manninn, hugsa ég. „Talaðu lágt: Þetta hlýtur að eyðileggja hann,“ sagði ég og setti flöskuna hljóðlaust á hilluna. „Að drekka heila þriggja pela flösku af viskýi á hverjum degi!“ „0 þeir geta lifað lengi með þetta, ef þeir jafna drykknum niður á sona sextán til seytján klukkutíma og eru aldrei verulega fullir. Hefurðu samt ekki tekið eftir, að Kristjón er orðinn dálítið skjálfhentur í seinni tíð?“ „Ja — það liggur við að þú opinberir mér spámannleg sannindi. Það er ekki laust við að mér hafi fundizt það. Hann skar mig til dæmis solítið, þegar hann rakaði mig síðast, fyrir einum tunghnánuði, og nuddaði yfir skurðinn ein- hverjum bölvuðum vítissteini.“ Þá lýtur Bessi að mér og hvíslar eins og í miklum trúnaði: „Ég þyrði ekki að leggja mig undir hnífinn hjá honum.“ Mér hnykkti við. En það Guðs tillag, að riðan skyldi aldrei hafa tekið af honum stjórnina, þegar hann hefur verið með hnífinn á barkanum á mér. Það hefur nú hurð skollið nærri hælum, þegar hann blóðgaði mig neðan á hök- unni. Svo sagði ég við Bessa: „Og mér hefur fundizt tvö eða þrjú síðustu árin, að hann klippa mig ekki eins vel og hann gerði í gamla daga.“ „Það er mikill munur, og þetta segja fleiri,“ svarar Bessi með sannfærandi alvöruþunga. Ég vildi ekki halda samtalinu lengur áfrarn á þessum stað og gekk fram í rakarastofuna og Bessi fylgdist með mér. Ég fór nú að athuga Kristjón úr launsátri. Það var auðséð, að hann grunaði, um hvað við vorum að tala. Hann hafði ekki einurð á að líta til okkar. Hann þóttist vera sokkinn niður í að sápa manninn. Hann forðaðist að hvika augunum lil hægri eða vinstri. Oft hafði hann sett upp fróðlegar sprettiræður á meðan hann sápaði. Nú steinþagði hann. Ég sá greinilega skömmustusvip á andlitinu á honum. Og ákaflega voru hreyfingar hans skrýtnar, tilburðirnir með hnífinn, vangavelt- urnar og iðandinn á líkamanum. „Jæja Kristjón sæll! Ég verð að hitta mann austur á Veghúsastíg eftir ellefu mínútur og get ekki beðið lengur.“ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.