Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Side 35
UPPSKERA LYGINNAR „Hann drekkur sig aldrei út úr. Hann heldur sér sona góðglöðum allan dag- inn.“ „Eg hélt hann væri nánast bindindismaður.“ „Það er nú sona. Það er orðin regla hjá honum að drekka eina viskýbokku á dag. Þú sérð að hann er kominn niður fyrir axlir síðan í morgun.“ Þetta þokkalega erindi hefur hann átt inn í kompuna áðan og þess vegna hefur hann velt so kjánalega vöngum, þegar hann byrjaði aftur að klippa manninn, hugsa ég. „Talaðu lágt: Þetta hlýtur að eyðileggja hann,“ sagði ég og setti flöskuna hljóðlaust á hilluna. „Að drekka heila þriggja pela flösku af viskýi á hverjum degi!“ „0 þeir geta lifað lengi með þetta, ef þeir jafna drykknum niður á sona sextán til seytján klukkutíma og eru aldrei verulega fullir. Hefurðu samt ekki tekið eftir, að Kristjón er orðinn dálítið skjálfhentur í seinni tíð?“ „Ja — það liggur við að þú opinberir mér spámannleg sannindi. Það er ekki laust við að mér hafi fundizt það. Hann skar mig til dæmis solítið, þegar hann rakaði mig síðast, fyrir einum tunghnánuði, og nuddaði yfir skurðinn ein- hverjum bölvuðum vítissteini.“ Þá lýtur Bessi að mér og hvíslar eins og í miklum trúnaði: „Ég þyrði ekki að leggja mig undir hnífinn hjá honum.“ Mér hnykkti við. En það Guðs tillag, að riðan skyldi aldrei hafa tekið af honum stjórnina, þegar hann hefur verið með hnífinn á barkanum á mér. Það hefur nú hurð skollið nærri hælum, þegar hann blóðgaði mig neðan á hök- unni. Svo sagði ég við Bessa: „Og mér hefur fundizt tvö eða þrjú síðustu árin, að hann klippa mig ekki eins vel og hann gerði í gamla daga.“ „Það er mikill munur, og þetta segja fleiri,“ svarar Bessi með sannfærandi alvöruþunga. Ég vildi ekki halda samtalinu lengur áfrarn á þessum stað og gekk fram í rakarastofuna og Bessi fylgdist með mér. Ég fór nú að athuga Kristjón úr launsátri. Það var auðséð, að hann grunaði, um hvað við vorum að tala. Hann hafði ekki einurð á að líta til okkar. Hann þóttist vera sokkinn niður í að sápa manninn. Hann forðaðist að hvika augunum lil hægri eða vinstri. Oft hafði hann sett upp fróðlegar sprettiræður á meðan hann sápaði. Nú steinþagði hann. Ég sá greinilega skömmustusvip á andlitinu á honum. Og ákaflega voru hreyfingar hans skrýtnar, tilburðirnir með hnífinn, vangavelt- urnar og iðandinn á líkamanum. „Jæja Kristjón sæll! Ég verð að hitta mann austur á Veghúsastíg eftir ellefu mínútur og get ekki beðið lengur.“ 25

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.