Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 40
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR k.omið fyrir? Ég færði mig framar á gangstéttina og horfði upp á húsvegginn. Þá verður fyrir mér skilti uppi yfir dyrunum með rauðleitum ljósstöfum: Babybúðin. Þetta höfðu verið ínikil uppgangsár á Islandi. Mesta styrjöld mannkynssög- unnar hafði geisað úti í löndum. Þúsundir borga og bæja höfðu verið lögð í rústir, tugir miljóna manna verið drepnir, margar miljónir misst allt sitt og komizt á vonarvöl. Þessar skelfingar skópu tíma glæsilegra tækifæra heima á íslandi. Fólkinu þótti undir niðri vænt um stríðið, þegar ekki heyrðist í loftárásaflautunum, og það heyrðist ekki oft. Nú fyrst í þúsund ár gat það lifað eins og manneskjur. Menn sem varla kunnu að skrifa nafnið sitt, urðu ríkir á lítilli babybúð. Og þeir sem kunnu bezt með peninga að fara, lempuðu þá inn á erlenda banka og slógu um sig á Savoyhótelum stórborganna. Þetta voru dásamlegir tímar. Ætli einhver, sem skildi tækifærin, hafi bolað Kristjóni aumingjanum héðan, boðið húseigandanum hærri borgun? Það kvað vera nokkuð algengt hér í bænum, að húseigendur reki leigjendur sína út úr íbúðunum, ef aðrir bjóðast til að borga meira. Eða hefur hann fengið sér hentugri rakarastofu? Eða dott- ið niður dauður úr brennivínsslagi? Ég varð lostinn ískyggilegum grun. Mér leið ekki vel. Ég verð að íinna Bessa og spyrja hann. Hann hlýtur að vita, hvernig á þessu stendur með stof- una. Bessi bjó í útjaðri bæjarins og hafði rakarastofu þaðan skammt í burtu. Ég ætla að vera kænn. Ég ætla að gera mér það til erindis að biðja hann að raka mig. Ég ætla að tala við hann á meðan um mannlífið og skjóta Kristjóni mjög lauslega inn í samtalið eins og af tilviljun. Ég vil forðast að vekja upp aftur söguþvættinginn, sem gengið hafði um hann í bænum. Ég tek undir eins strikið út á rakarastofu Bessa. Ég brann af löngun til að vita, hvað hefði orðið um Kristjón. Ég gat ekki urn annað hugsað alla leiðina, og þetta var langur vegur. Loks er ég kominn leiðina á enda og opna hurðina á rakarastofunni. Þar stóðu tveir rakarar önnuin kafnir inni fyrir, annar að raka ungan mann, hinn að klippa barn, en móðir þess sat við lítið borð og blaðaði í myndariti. „Fyrirgefið þér! Er Bessi ekki við?“ spyr ég. „Nei,“ svarar sá sem var að klippa barnið, án þess að líta upp frá verki. „Kannski hann verði við seinna í dag?“ „Nei, hann er hættur að raka, að minnsta kosti fyrst um sinn,“ svarar mað- urinn og lítur snöggvast til mín. „Þér vitið náttúrlega ekki, hvort liann muni vera heima núna?“ spyr ég. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.