Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR
mönnum íslenzkum á fyrra hluta 12.
aldar verið fullkunnugt um, að Skot-
land hét þá Alba öðru nafni, enda
koma ýmsar myndir þess fyrir í latn-
eskum ritum, auk þess sem írskumæl-
andi íbúar landsins nefndu það svo.
Heitið Alba var af eðlilegum ástæð-
um sett í samband við latneska orðið
albus (hvítur), enda mun það vera af
sömu rót runnið. Á máli lærðra ís-
lendinga var því ekki óeðlilegt að
kalla Skotland Hvítramannaland eftir
íbúum landsins. Nafnið Hvítra-
mannaland er því eins konar gáta, og
minnir hún á tvennt: íslenzkar þýð-
ingar útlendra staðaheita og einnig á
það, hversu íslenzk fornskáld beittu
stundum orðaforðanum í leik sam-
beita.
Höfundur nafnagátunnar lét þó
fylgja með skýringu: Hvítramanna-
land heitir írland hið mikla öðru
nafni. Það heiti er að sjálfsögðu
myndað á sama hátt og lærða nafnið
Svíþjóð hin mikla, sem notað var um
Skyþiu. En augljóst er, hvað fyrir
höfundinum vakir. Lönd þau, sem vér
köllum nú írland og Skotland, áttu
sér sameiginlegt heiti um hríð, og
bæði voru kölluð Scotia á máli lærðra
manna, og íbúar landanna, sem mælt-
ir voru á írska tungu, voru kallaðir
Scoti. Irland hið mikla er notað í
merkingunni Skotland á sama hátt og
heitið Skotland var tvírætt og notað
um bæði löndin. Þetta fyrirbæri var
kallað ofljóst í skáldamáli, og ætti
hverjum manni að vera það fullljóst
nú.
Nú fer það að verða skiljanlegra,
hvers vegna sögnin um afdrif Ara
Mássonar barst hingað til lands frá
Orkneyjum. Þorfinnur jarl hefur haft
sannar sögur frá Skotlandi um örlög
Ara. Hinir íslenzku heimildarmenn
Þorkels Gellissonar hafa sagt honum,
að Ari hefði borið beinin í Skotlandi,
og svo hefur Þorkell sagt Ingimundi.
En hinn lærði prestur og fræðimaður
lét sér það ekki nægja. Hann vildi
ekki láta menn halda, að Ari Másson,
forfaðir hans hefði verið hnejrptur í
þrældóm á Skotlandi, eins og sagt er
um Þorvald í Hænsa-Þóris sögu. Ingi-
mundur felur því nafnið á Skotlandi
í gátunni Hvítramannaland, en lætur
þess þó getið, að það sé kallað írland
hið mikla öðru nafni, og var lærðum
mönnum engin ofraun að leysa þá
gátu.
En Ingimundur lét sér það ekki
nægja að kalla Skotland Hvítra-
mannaland. Hann hnikar Skotlandi
heldur myndarlega til á landabréfinu
og lætur liggja sex dægra siglingu
vestur af írlandi og vera í námunda
við Vínland hið góða. Slík tilfærsla
er ekki eins dæmi. Svipað kemur fyrir
í Eyrbyggja sögu, þar sem sagt er frá
Birni Breiðvíkingakappa. Björn fer
úr landi, og síðan spyrst ekki til hans
um langa hríð. En alllöngu síðar fer
breiðfirzkur farmaður í kaupferð til
Dyflinnar og ætlaði þaðan til íslands,
52