Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 70
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Fyrir dauða sinn virðist hann hafa
verið búinn að varpa kirkjulegu kenn-
ingakerfi fyrir borð: „Guð hjálpi
þessu kirkjudrasli!“ skrifaði hann
séra Valdimar Briem árið 1916.
í leit sinni að lausn á ráðgátum
mannlegrar tilveru virðist séra Matt-
hías hafa fengið greiðust svör við
spurningum sínum í spíritismanum,
og þar hittust þeir aftur, sálmaskáld-
ið Matthías og Verðandi-maðurinn
Einar Hjörleifsson. En við þessa sögu
um séra Matthías og spíritismann
bætist þriðji maðurinn: sjálfur Georg
Brandes.
Með þeim Brandes og séra Matt-
híasi tókust persónuleg kynni árið
1885, er Matthías var staddur í Kaup.
mannahöfn og kom á heimili Brand-
esar. En ekki tóku þeir að skrifast á
fyrr en skömmu fyrir aldamót, og er
fyrsta bréf Malthíasar dagsett 4. sept-
ember 1899. Bréfakynni þeirra hóf-
ust vegna þess, að Matthías hafði þýtt
leikrit sitt Jón Arason á dönsku og
sent Brandes til vfirlestrar. Brandes
hrósaði leikritinu í bréfi til Matthías-
ar, en kvað það betur fallið til lesturs
en leiksviðs.
Brandes var um þetta leyti kominn
fast að sextugu, styrinn sem um hann
stóð, er Matthías sá hann í fyrsta
skipti, liafði nú lægt, flokkurinn, sem
þá hafði fylgt honurn fastast, orðinn
þunnskipaður. Brandes var orðinn
einmana maður í Danmörku og naut
þe=s hálft í hvoru að leika hlutverk
hins stolta Einbúa. Hann segir frá því
í sjálfsævisögu sinni, sem hann skrif-
aði í þremur bindum um þessar mund-
ir, að aðdáenda sinna væri helzt að
leita í hópi íslenzkra Hafnarstúdenta.
I fyrsta bréfi sínu til Brandesar vott-
aði Matthías honum hollustu sína:
„Hjartans þökk fyrir allan þann lífs-
varma, fyrir hinn bjarta, logandi
frjálsa eld, sem þér hafið gefið og
tendrað! I anda yðar og stíl fara sam-
an hinn æðrulausi víkingur, skáldið
— og Austurlandamaðurinn.“ (Ge-
org og Edv. Brandes Brevveksling,
III, bls. 402.) Þeir skiptust síðan á
nokkrum bréfum allt til 1915 og fór
mjög vel á með þeim, þótt nokkurn
skugga bæri á vegna háðgreina
Brandesar í „Politiken“ um skilnað-
arstefnu Islendinga við Danmörku.
Það var á þessum árum, að séra Matt-
hías sótti miðilsfundi í Reykjavík, og
29. okt. 1906 skrifar hann Brandes og
segir honum hrifinn frá hinum dá-
samlegu fyrirbrigðum hjá Indriða
miðli. En Brandes, sá gamli heiðingi,
svaraði: „Minn Ijúfi kæri góði séra
Matthías! Verið mér ekki reiður. Eu
ég er með öllu ónæmur fyrir miðils-
starfsemi . . . Og fyrir mig hefur ekk-
ert yfirnáttúrlegt borið nema mann-
leg heimska.“
Séra Matthías reyndi ekki að snúa
Georg Brandes til andatrúar eftir
þetta, en í síðasta bréfi sínu til hans,
29. nóv. 1915, á öðru ári hinnar fyrri
heimsstvrjaldar, leitaðist hann við að
V
60