Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 77
UMSAGNIR UM BÆKUR að fullu úr um það alriði, eins og Gísli Gestsson tekur frain. Bókin er öll skrifuð á prýðilegu máli, framsetning skýr og laus við alla mælgi og málalengingar. I henni er fjöldi mynda sem er mikil bókarprýði, og á Gísli Gestsson þar drýgstan þátt, þó að margir aðrir hafi lagt til ágætar myndir. Allur ytri frágangur er snotur, nema að prentvillur eru óþarflega margar, og er það til leiðinda í annars vel gerðri bók. Einkennileg missögn hefur slæðzt inn á bls. 102—103, þar sem segir að Daniel Bruun hafi gert uppdátt af Eyvind- arveri 1902 en hirt liann 1898. Hér liefur láðst að geta þess að Bruun kom í Eyvind- arver 1897 og gerði þá uppdráttinn, eins og sést af rilgerð hans í Geografisk Tidsskrift 1898 og í fylgiriti Árbókar Fornleifafélags- ins sama ár. Hins vegar er svo að sjá að Bruun hafi ekki grafið upp rústina fyrr en 1902. En þetta er aukaatriði sem engu haggar um kosti bókarinnar. Hún er bæði fróðleg og gagnleg öllum þeim sem hafa áhuga á íslenzkum sögufræðum og íslenzkri fjalla- náttúru og öllum þeim gátum sem þar eru óleystar. J.B. Pálmi Hannesson: Mannraunir. Frósagnir og ræður. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík 1959. ókin liefst á minningarorðum um höf- undinn eftir Jóhannes menntaskóla- kennara Áskelsson. Þau eru ekki löng (tutt- ugu blaðsíður), en fengur er að þeim, a. m. k. fylltu þau ýmsar eyður í vitneskju undir- ritaðs um uppruna og æviferil Pálma rekt- ors. Næst kemur sá kafli bókarinnar sem hún dregur nafn af og eru þar níu frásagnir af hrakningum leitarmanna og ferðamanna á fjallvegum Islands, — fyrst hin ógnarlega og átakanlega villa ungs Eyfirðings sem gekk matarlaus og klæðafár seint á liausti yfir þver öræfi og kom nær dauða en lífi suður í Arnessýslu á áttunda degi. Þama eru fleiri sambærilegar frásagnir, en sum- ar aðrar heldur veigalitlar að efni þótt all- ar verði með einhverjum hætti eftirminni- legar sökum frásagnarlistar höfundar. Inn í þessar mannraunafrásagnir miðjar er skot- ið grein annars eðlis þar sem er ritgjörðin „Granahaugar og Granagil“ um athuganir höfundar á staðháttum fyrir norðan Búland í Skaflártungu þar sem munnmæli herma að þeir hafi barizt Sigfússynir og Kári Söl- miindarson. Staðhættir virðast ekki koma algjörlega heim við frásögn Njálu af bar- daganum, en höf. taldi þó mega færa allt til sanns vegar og jafnvel „meiri nákvæmni sé hér um staðlýsingarnar en víðast annars staðar í þessari ágætu bók.“ Ellefta og seinasta frásögnin stingur mjög í stúf við hinar því að hér er um að ræða hreina draugasögu af ónefndum manni (en liins vegar eftir merkuin heim- ildarmanni þótt ekki sé getið frumheimild- ar). Að undantekinni ritgjörðinni „Grana- haugar og Granagil" er hér um að ræða frá- sagnir af því tagi sem menn sögðu löngum áður fyrr í baðstofum, leitarmannakofum, sæluhúsum og verbúðum. Góðir sögumenn höfðu slíkar sagnir jafnan á takteinum, en heldur niiin þeim nú fara fækkandi sem leggja sig eftir þessari iþrótt. Austfirzki sagnaþulurinn Sigfús Sigfússon kvartaði undan því (mig minnir í formála þjóðsagna- safns síns) að nú orðið kynnu engir að segja sögu. Ekki trúi ég öðru en að hann liefði talið Pálma Hannesson liðtækan á þeim vettvangi. Frásagnir bókarinnar bera þess merki að þær eru ekki aðeins skráðar 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.