Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 30
ÞORBERGUR ÞORÐARSON
Uppskera lyginnar
Tunglið varð þriggja nátta klukkan 7.45 í gærkvöldi.
Ég var kominn á fætur laust fyrir klukkan níu. Þegar hún er eina mín-
útu yfir níu, hringi ég á rakarastofuna til Kristjóns, sem hafði klippt mig og
rakað í nokkra áratugi.
Kristjón svarar undireins: „Já!“
„Það er meistarinn,11 segi ég. „Hvar hefurðu hugann, maður? Veiztu ekki,
að tunglið varð þriggja nátta klukkan 7.45 í gærkvöldi. Og þú hagar þér eins
og ekkert hafi skeð.“
„Já kondu strax, það er enginn kominn.“
„Ég verð kominn eftir niu mínútur,“ svara ég.
„Gott! En ég ábyrgist ekki, að það verði ekki einhver kominn áður,“ anzar
Kristjón.
„Ég tek þig til bæna fyrir hirðuleysi þitt í embættinu. Þú varst búinn að
lofa að fylgjast með tunglinu og áttir að hringja til mín tíu mínútum fyrir
níu. Þú sveikst heit þitt, og ég svaf yfir mig.“
„Kondu strax!“
Ég smeygi mér á augabragði í kápuna og gríp þögla vininn og hleyp niður
stigann og marséra í þriðja gír stytztu leið, sem mér hafði mælzt á rakara-
stofuna. Það var fallegt veður úti, og þrestirnir voru byrjaðir að syngja í
trjánum. En ég gaf mér ekki tíma til að hafa gaman af því. Það gæti ruglað
allar áætlanir mínar í dag, ef annar yrði kominn á undan mér í stólinn.
Þegar ég opna hurðina á rakarastofunni, blasir við mér hnakki á óklipptu
mannkerti í stólnum hjá Kristjóni, og ég sé á smettinu á honum, að það verður
lika rakstur, og Kristjón aðeins að byrja að nudda klippunum úr næturstell-
ingununi.
„Nú varðstu seinn," segir Kristjón.
Ég er kurteis og slunginn í að sýnast vera óeigingjarn og læt ekki á mér
heyra, að hinn hafi ekki verið velkominn í stólinn á undan mér, segi aðeins
20