Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 30
ÞORBERGUR ÞORÐARSON Uppskera lyginnar Tunglið varð þriggja nátta klukkan 7.45 í gærkvöldi. Ég var kominn á fætur laust fyrir klukkan níu. Þegar hún er eina mín- útu yfir níu, hringi ég á rakarastofuna til Kristjóns, sem hafði klippt mig og rakað í nokkra áratugi. Kristjón svarar undireins: „Já!“ „Það er meistarinn,11 segi ég. „Hvar hefurðu hugann, maður? Veiztu ekki, að tunglið varð þriggja nátta klukkan 7.45 í gærkvöldi. Og þú hagar þér eins og ekkert hafi skeð.“ „Já kondu strax, það er enginn kominn.“ „Ég verð kominn eftir niu mínútur,“ svara ég. „Gott! En ég ábyrgist ekki, að það verði ekki einhver kominn áður,“ anzar Kristjón. „Ég tek þig til bæna fyrir hirðuleysi þitt í embættinu. Þú varst búinn að lofa að fylgjast með tunglinu og áttir að hringja til mín tíu mínútum fyrir níu. Þú sveikst heit þitt, og ég svaf yfir mig.“ „Kondu strax!“ Ég smeygi mér á augabragði í kápuna og gríp þögla vininn og hleyp niður stigann og marséra í þriðja gír stytztu leið, sem mér hafði mælzt á rakara- stofuna. Það var fallegt veður úti, og þrestirnir voru byrjaðir að syngja í trjánum. En ég gaf mér ekki tíma til að hafa gaman af því. Það gæti ruglað allar áætlanir mínar í dag, ef annar yrði kominn á undan mér í stólinn. Þegar ég opna hurðina á rakarastofunni, blasir við mér hnakki á óklipptu mannkerti í stólnum hjá Kristjóni, og ég sé á smettinu á honum, að það verður lika rakstur, og Kristjón aðeins að byrja að nudda klippunum úr næturstell- ingununi. „Nú varðstu seinn," segir Kristjón. Ég er kurteis og slunginn í að sýnast vera óeigingjarn og læt ekki á mér heyra, að hinn hafi ekki verið velkominn í stólinn á undan mér, segi aðeins 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.