Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 66
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Árið 1871 sigldi Matthías Jochums- son til Kaupmannahafnar í annað sinn, í sárum persónulegum hörmum eftir lát konu sinnar. Hann komst þar á norrænt kirkjuþing, sem háð var í höfuðstað Danmerkur, en presturinn í Móum er lítt hrifinn af því, sem þar fer fram, honum finnst rökræðurnar og viðfangsefnin barnaleg úr hófi fram. I hréfi til Magnúsar Eiríksson- ar guðfræðings kemst hann svo að orði nokkrum árum síðar, 29. júlí 1878: „Ávallt stendur mér fyrir minni D. 4de Nordiske. Drottinn minn dýri, dragðu mig upp úr mýri! Allt það þing var ógurlegur galimatthías og það á þessari öld.“ En um sama leyti mátti hann merkja vængjatak þessar- ar aldar. Hinn 3. nóvember 1871 hóf ungur danskur bókmenntafræðingur fyrirlestra við háskólann í Kaup- mannahöfn um Meginstrauma í bók- menntum Evrópu. Það var Georg Brandes. Matthías kemst svo að orði í Söguköflum af sjálfum mér: „Eg, sem þetta rita, sá þá fyrst Brandes og stóð inniklemmdur við kné hans.“ Hann „kom eins og geisli í grafar- húm kalt“, Georg Brandes, er liann hóf boðskap sinn um Norðurlönd. Fram á áttunda tug síðustu aldar var einhver dauðans útkjálkabragur á bókmenntum Norðurlanda og and- legri skaphöfn, og raunar ekki furða, því að Norðurlönd höfðu til þessa lítt kennt hinna miklu félagslegu átaka, er runnu í kjölfar borgaralegrar þjóð- félagsþróunar. Borgarastétt Norður- landa var enn í mótum smávaxinna tilveruhátta í atvinnulegum sem stjórnmálalegum efnum. Andleg við- fangsefni runnu öll fram í trúarleg- um farvegi, heimspekileg vandamál birtust öll í trúrænu gerfi. Brandes boðaði þessu staðnaða þjóðfélagi fagnaðarerindi efans og frjálsrar hugsunar, heimtaði rökræður um öll mannleg vandamál, taldi engin vé mannlegs lífs svo heilög, að ekki mætti kanna þau og meta með rök- hyggju og gagnrýni. Þá var liringd inn ný öld á Norðurlöndum. Áður en Matthías Jochumsson sett- ist við fótskör hins unga meistara í Kaupmannahöfn 1871—72, var hann þegar tekinn að gerast afhuga kirkju. legum rétttrúnaði. Hann segir í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar, 11. júlí 1868: „Þessi blessaða synodus er hryggilegt afskræmi, verri en skuggi . . . að minnsta kosti er eg æði frjáls- lyndur ( en ekki óvandlátur) í trúar og hugsunarefnum. Trúarfrelsi er nú að verða „Lösen“ okkar flestra. Það er sárgrætileg hérvilla úr Alþingi að neita trúarfrelsi, þ. e. að lofa þjóð- inni aðgjörðalaust að sofna í hennar helv. móki.“ (Bréf, bls. 58.) Það má marka það af mörgu, að séra Matthías hefur verið hrifinn af Brandes os: boðskap hans, þótt aldrei yrði hann „Brandesarsinni" í sögulegri merk- ingu. Matthías minnist Brandesar í bók sinni Frá Danm'órku, sem hann 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.