Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 36
TÍMARIT MÁLS OG MENNINCAR „Ég er búinn með manninn eftir tvær mínútur,“ anzar Kristjón án þess að líta á mig. „Það tekur þig meira en níu mínútur að klippa mig og raka, og á hvaða tíma á ég svo að komast inn á Veghúsastíg? Það skaðar ekki, þó að tunglið verði fjögra nátta. Þetta er vaxandi tungl. Maður á að vera stundvís eins og guðirnir. í Guðs friði! Og ég flýtti mér út úr þessari brennivínsknæpu. Þetta var á þeim árum, þegar ég hataði áfengi og sá ekkert eins viðurstyggilegt og ölvaðan mann. Bessi kastaði líka kveðju á gamla húshónda sinn og varð mér samferða út. Það var hlýtt í veðri, þegar við komum út úr knæpunni. Sólin skein glatt milli skýja. í götunni sátu hér og þar drullupollar eftir skúr, sem gert hafði á meðan við vorum inni, og skít á götunni, sem bauð hana velkomna. Ég tók nokkrar jógaandanir til þess að hreinsa innan úr mér brennivínseitrið. „Er langt síðan Kristjón byrjaði að drekka?“ spyr ég Bessa, þar sem við gengum saman austur götuna. „Það eru mörg ár, en varla meira en þrjú eða fjögur, síðan hann fór að hafa það hjá sér á rakarastofunni.“ „Kannski ein tíu ár, síðan hann byrjaði að drekka?“ „Sjálfsagt það, ef ekki lengra.“ „Og drukkið þriggja pela flösku í hvað mörg ár?“ „Mér er óhætt að segja þrjú-fjögur, kannski lengur. Ég fór ekki að fylgjast að ráði með drykkjuskap hans fyrr en eftir að hann byrjaði að liafa bokkuna hjá sér í klefanum.“ „Hefur Kristjón efni á að drekka sona, heila viskýflösku á hverjum degi? Hann hefur oft vikið að því við mig, að efnahagur sinn væri lélegur, það væri lítið upp úr þessari rakaraiðn nú orðið að hafa. Hann hefði komizt yfir þennan kofa austur í Mýri með því að neita sér um sumarfrí í sextán ár og mikið af kofanum sé þó enn í skuld. Hvernig fer hann þá að því að kaupa allt þetta viský?“ „Kristjón karlinn hefur lengi æft þá list að gera sitt lítið. Húsið austur í Mýri mun nú vera hér um bil skuldlaust. Hann leigir nokkuð af því fyrir góðan slump. Og rakaraiðnin er nú ekki eins helvíti mögur og hann hefur talið þér trú um. Og hann kaupir ekki allt viskýið dýrum dómum.“ „Þegiðu nú! Meinarðu að hann smygli?“ „Það eru ekki mín orð. En þeir eru liðlegir við hann á íslenzku skipunum, þegar þau koma frá útlöndum, og hann gerir þeim greiða í staðinn í landi,“ svarar Bessi með íbyggilegum raddhlæ. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.