Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR séu fórnarlömb kalda stríðsins. Hann hefði ekki orðið svona dáður erlendis og ekki verið skammaður eins heima fyrir, ef ekki ríkti jafnmikil tortryggni á milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna og raun ber vitni.“ Ég spurði Erenburg hvort hann kærði sig um að heyra hvaða rök lægju til þess að svo margir rithöfundar og gagnrýnendur hefðu brugðizt við málinu eins og þeir gerðu. Hann brosti og sagðist halda að liann þekkti öll þau rök. Ég sagði að þetta hefði í rauninni aðeins verið kurteis aðferð hjá mér til að fá tækifæri til að láta í fjós mitt eigið álit. Hann brosti enn og sagði mér að halda áfram. Ég sagði honum að þegar ég ræddi um Pasternakmálið við rússneska gagnrýnend- ur klifuðu þeir stöðugt á því, að ekki léki vafi á því að bókin væri gagnstæð anda byltingarinnar. Við að hlusta á þessi rök virtist mér sem rússneskir rithöfundar fyndu sig knúða til að færa sönnur á, að bókin væri sek um það sem hún var ákærð fyrir. En þetta væri málinu í rauninni alveg óviðkomandi, að rnínu viti. Gerum ráð fyrir að Zivago læknir sé andbyltingarrit. Hvaða máli skiptir það? Hví eiga rithöfundar ekki að bafa leyfi til að hafa rangt fyrir sér — þ. e. rangt samkvæmt viðteknum eða fyrir- skipuðum reglum? Hví má ekki fá lesend- unum vald til þess að dæma mn hver sé boð- skapur rithöfundar? Hví á að fá starfs- liræðrum hans slíkt vald? Þar við bætist, að refsivöndurinn var ekki reiddur yfir Pasternak fyrr en eftir að bann liafði feng- ið Nóbelsverðlaunin. Hvaða afbrot hafði Pasternak framið að hann verðskuldaði jafn harðan dóm: raunverulega bannfær- ingu? Ekki átti Pasternak sæti í sænsku akademíunni, sem úthlutaði honum frægð- inni. Erenburg reis á fætur og gekk út að glugganum. Hann er nálægt sjötugu. Mér hafði verið sagt, að þegar hann vinni hætti bann ekki fyrr en hann er orðinn iirmagna af þreytu. Ég fékk samvizkubit af því að bafa eytt svona miklu af tíma lians og stóð upp til að fara. Hann bað mig að setjast aflur. Hann sagði ég mætti ekki halda að hann hefði staðið upp til þess að gefa mér í skyn að hann væri tímabundinn. Hann hefði bara þurft að teygja úr sér. „Pasternak. Auðvitað hef ég rnína skoð- un á honmn. Ég met liann mikils sem Ijóð- skáld. Sem sagnaskáld bef ég sitthvað við liann að atlmga. En það skiptir ekki máli. Kg sagði áðan að allt Pasternakmálið væri afsprengi kalda stríðsins. Það sem gerðist verður ekki aftur tekið. Ahugamál mitt er að vinna að því að grafizt verði fyrir rætur meinsins. Ef við getum einhvernveginn losnað við tortryggnina og dregið úr stríðs- óttanum, hlýtur andrúmsloftið í menningar- málum að batna. Ég geri það litla sem ég get sem formað- ur friðarnefndar Sovétríkjanna. Ég er svo vel settur að hafa komið til Ameríku og ég þekki nokkra af rithöfundum ykkar. Þess- vegna get ég tekið afstöðu gegn ummælum um Ameríku, sem ég veit að eru ósönn.“ Var nokkur áhætta samfara því að taka upp hanzkann fyrir Bandaríkin þegar þau eru gagnrýnd í Sovétríkjunum? „Sumir halda því fram að ég sé það sem kallað er „pro-West“. En ég tel mig ekki „pro“ eitt eða neitt. Eitthvert mál kemur upp. Ég kann að hafa mína skoðun á því; ég þekki kannski einhverjar staðreyndir sem ég held að ættu að koma fram. Auð- vitað er áhættan nokkur. Enginn ætti að gerast rithöfundur, ef hann er ekki við því búinn að þola þung högg öðru hverju. Starf rithöfundarins er ekki auðvelt ef cillhvað er í hann spunnið. En þér megið ekki halda að ég fái pústra aðeins hér 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.