Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Blaðsíða 42
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
„Já hættur að raka.“
„Og hvers vegna hætti hann að raka?“
„Það er allt kjaftinum á þér að kenna,“ svarar Bessi og varð eins og hann
vaknaði af dvala. Fólk var hætt að koma á rakarastofuna. Hann stórtapaði á
henni síðustu mánuðina. Hann varð að leigja íbúðina sína. Þau héldu aðeins
einni stofu eftir, sem þau hírast i. Og þau urðu að selja mikið af húsgögnunum
sínum til þess að geta staðið í skilum með útsvar og skatta,“ og það lá við að
Bessi færi að gráta.
„Hvernig er þetta mér að kenna?“ spyr ég eins og ofan af fjöllum.
Þá þýtur Bessi upp af dívaninum og stillir sér upp fyrir framan mig og
hvessir á mig augun eins og brjálaður maður og öskrar næstum: „Hvernig er
þetta mér að kenna? Þú spyrð eins og þú sért saklaus engill, og hefur þó geng-
ið hús úr húsi og borið út um Kristjón svívirðilegasta óhróður, sem fólk
hefur verið nógu einfalt að trúa.“
„Hver sagði mér söguna af visk ...“
„Þegiðu, svínið þitt! Þú ert búinn að eyðileggja líf eins bezta vinar míns.
Heyrirðu það?“ Og Bessi reiddi upp hnefann, eins og hann ætlaði að berja
mig. „Þú hefur þanið þig um bæinn og talið fólki trú um, að Kristjón væri
ofdrykkjumaður og smyglaði inn áfengi og snyrtivörum og sviki tvö hús
undan skatti og ræki hóruhús á Hótel ísland og skipaskækjulifnað á höfninni
og héldi fram hjá konunni og hefði sent stelpuna ólétta til Kaupmannahafnar
og væri nú tekinn saman við annað skrípi. Og kjaftadækjurnar hafa tuggið
upp eftir þér: „Það getur engin ærleg móðir verið þekkt fyrir að fara með
barn sitt í klippingu inn fyrir dyr hjá sona ódámi.“ Og so spyr þú: „Hvernig
er þetta mér að kenna?“ Ertu so blindur á sálinni, að þú sjáir ekki, að með
þessari rógsiðju hefurðu flæmt Kristjón úr góðri atvinnu og rúið hann inn að
skyrtunni fjárhagslega og eyðilagt mannorð hans um aldur og ævi, því að það
er auðveldara að sá rógi en að uppræta ávexti hans. Og þó er það kannski
versta verk þitt, að þú hefur lagt konuna hans í rúmið. Hún var lengi búin að
vera veil fyrir hjarta og féll alveg saman, þegar hún frétti héðan og þaðan
utan að sér söguna af óléttu stelpunni, sem maður hennar hefði sent til Kaup-
mannahafnar. Og so fullkomnaðirðu verkið, þegar lögreglan gerði húsrann-
sókn heima hjá þeim og á rakarastofunni og á Hótel ísland og jafnvel úti i
skipunum á höfninni út af þvætlingi þínum um smyglið og hórurnar. Og það
er óvíst að hún nái sér nokkurntíma aftur. Og þú spyrð víst ennþá: „Hvernig
er þetta mér að kenna?“ Og nú kom grátsífur í rödd Bessa. Hann rölti að
dívaninum og settist og starði í gaupnir sér.
v
32