Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Síða 70
TIMARIT MALS OG MENNINGAR Fyrir dauða sinn virðist hann hafa verið búinn að varpa kirkjulegu kenn- ingakerfi fyrir borð: „Guð hjálpi þessu kirkjudrasli!“ skrifaði hann séra Valdimar Briem árið 1916. í leit sinni að lausn á ráðgátum mannlegrar tilveru virðist séra Matt- hías hafa fengið greiðust svör við spurningum sínum í spíritismanum, og þar hittust þeir aftur, sálmaskáld- ið Matthías og Verðandi-maðurinn Einar Hjörleifsson. En við þessa sögu um séra Matthías og spíritismann bætist þriðji maðurinn: sjálfur Georg Brandes. Með þeim Brandes og séra Matt- híasi tókust persónuleg kynni árið 1885, er Matthías var staddur í Kaup. mannahöfn og kom á heimili Brand- esar. En ekki tóku þeir að skrifast á fyrr en skömmu fyrir aldamót, og er fyrsta bréf Malthíasar dagsett 4. sept- ember 1899. Bréfakynni þeirra hóf- ust vegna þess, að Matthías hafði þýtt leikrit sitt Jón Arason á dönsku og sent Brandes til vfirlestrar. Brandes hrósaði leikritinu í bréfi til Matthías- ar, en kvað það betur fallið til lesturs en leiksviðs. Brandes var um þetta leyti kominn fast að sextugu, styrinn sem um hann stóð, er Matthías sá hann í fyrsta skipti, liafði nú lægt, flokkurinn, sem þá hafði fylgt honurn fastast, orðinn þunnskipaður. Brandes var orðinn einmana maður í Danmörku og naut þe=s hálft í hvoru að leika hlutverk hins stolta Einbúa. Hann segir frá því í sjálfsævisögu sinni, sem hann skrif- aði í þremur bindum um þessar mund- ir, að aðdáenda sinna væri helzt að leita í hópi íslenzkra Hafnarstúdenta. I fyrsta bréfi sínu til Brandesar vott- aði Matthías honum hollustu sína: „Hjartans þökk fyrir allan þann lífs- varma, fyrir hinn bjarta, logandi frjálsa eld, sem þér hafið gefið og tendrað! I anda yðar og stíl fara sam- an hinn æðrulausi víkingur, skáldið — og Austurlandamaðurinn.“ (Ge- org og Edv. Brandes Brevveksling, III, bls. 402.) Þeir skiptust síðan á nokkrum bréfum allt til 1915 og fór mjög vel á með þeim, þótt nokkurn skugga bæri á vegna háðgreina Brandesar í „Politiken“ um skilnað- arstefnu Islendinga við Danmörku. Það var á þessum árum, að séra Matt- hías sótti miðilsfundi í Reykjavík, og 29. okt. 1906 skrifar hann Brandes og segir honum hrifinn frá hinum dá- samlegu fyrirbrigðum hjá Indriða miðli. En Brandes, sá gamli heiðingi, svaraði: „Minn Ijúfi kæri góði séra Matthías! Verið mér ekki reiður. Eu ég er með öllu ónæmur fyrir miðils- starfsemi . . . Og fyrir mig hefur ekk- ert yfirnáttúrlegt borið nema mann- leg heimska.“ Séra Matthías reyndi ekki að snúa Georg Brandes til andatrúar eftir þetta, en í síðasta bréfi sínu til hans, 29. nóv. 1915, á öðru ári hinnar fyrri heimsstvrjaldar, leitaðist hann við að V 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.