Tímarit Máls og menningar - 01.02.1960, Page 23
BÓKMENNTIR í BLINDGÖTU
miða) er að vísu grundvallarsjónar-
mið: Það er einstaklingshyggjan.
En nú er það svo, að einstaklings-
hyggjan er jafnvel ekki einhlítur
grundvöllur fyrir samstöðu borgara-
stétta og rithöfunda, þar eð borgarar
og rithöfundar eiga við tvennt ólíkt
þegar um einstaklingshyggju og frelsi
einstaklingsins er rætt: Borgararnir
eiga við frjálst einstaklingsframtak
(frelsi einstaklingsins til að troða
öðrum um tær, eins og Sigurður A.
Magnússon, bókmenntaráðunautur
Morgunblaðsins bendir svo skýrlega
á í bók sinni Nýju jötin keisarans),
en rithöfundarnir eiga við hið and-
lega frelsi einstaklingsins, og þá fyrst
og fremst frelsi rithöfundanna til að
skrifa eins og þeim býr í brjósti. Það
sem sameinar þessi tvö ólíku sjónar-
mið (og þá jafnframt þessar tvær
stéttir) er sú staðreynd, að í sósíal-
istaríkjunum er hvorttveggja frelsið
skert, eða öllu heldur: hið fyrra
(frelsið til að hafa náungann að fé-
þúfu) afnumið með öllu, hið síðara
sveigt undir vilja og þarfir ríkisheild-
arinnar samkvæmt því lögmáli, að
allir þegnar þjóðfélagsins verði að
einbeita sér að því að braða uppbygg-
ingu sósíalismans sem mest af því hve
mikið er í húfi — sjálf tilvera hans
og framtíð.
Á þennan möguleika til samstöðu
hafa borgaraflokkarnir komið auga
og miðað allan áróður sinn við hann
síðan stríði lauk. Af samruna þess-
ara tveggja ólíku sjónarmiða hafa
þeir síðan skapað hugtakið „Hinn
frjálsi heimur“ og tekizt að gera úr
því syntesu menningarlegrar og sið-
gæðislegrar heildar. En þeir hafa
jafnframt gætt þess vandlega, að skil-
greina ekki hugtakið allt of vel, því
það hefði getað orðið þeim hættulegt.
Þeir hafa það t. d. ekki í hámælum,
að í Bandaríkjunum, sem er hinn
föðurlegi „málsvari og verndari hins
frjálsa heims“, er skoðanafrelsið tak-
markað við það, að maðurinn sé ekki
kommúnisti, að í Frakklandi eru
sannar frásagnir af hryðjuverkum
Frakka í Alsír bannaðar og þau blöð
gerð upptæk sem þær flytj a, að í
Þýzkalandi er konnnúnistaflokkurinn
bannaður, svo og Grikklandi og ýms-
um öðrum „Iýðræðisrikjum“; ekki
hamra þeir heldur á því daglega
hvernig hinu andlega frelsi er varið í
nýlendunum og á „verndarsvæðum“
hinna frelsiselskandi stórvelda. Og
þeir varast eins og heitan eldinn að
benda á það, sem þó liggur í augum
uppi, að þau skilyrði sem kapítalist-
ar setja fyrir andlegu frelsi eru að
eðli nákvæmlega hliðstæð (þó and-
stæð séu frá pólitísku sjónarmiði)
þeim skilyrðum er konnnúnistar setja
fyrir andlegu frelsi, — að því sé ekki
beitt til að kollvarpa hinu ríkjandi
hagkerfi eða draga úr viðgangi þess.
Rithöfundum mætti að ósekju vera
ljósar en þeim er nú, að stigmunurinn
á andlegu frelsi hér vestan „tjalds“ og
13